fbpx

FYLLT BRAUÐ: MYNDBAND

SAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIRVEISLUR

Fyllt brauð eða „Pull apart“ brauð sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Ég sker raufar í brauðið og fylli það með nóg af osti. Baka brauðið og toga bitana út. Fullkominn puttamatur og tilvalið að bera fram í þeim veislum eða matarboðunum sem framundan eru (mæli þá með að hafa handspritt til hliðar). Fyllingin er einföld og gómsæt en hún samanstendur af Philadelphia rjómaosti með graslauk, mozzarella osti, cheddar osti, hvítlaukssmjöri og graslauk.

Súrdeigsbrauð, óskorið
1 dós Philadelphia rjómaostur með graslauk/kryddi
1 ½ dl rifinn cheddar ostur
1 ½ dl rifinn mozzarella ostur
1-2 msk ferskur graslaukur (má sleppa eða nota steinselju)
30 g brætt smjör til að pensla
1 hvítlauksrif

Aðferð: 

  1. Skerið raufar í brauðið þannig að þær myndi kassalaga bita. 
  2. Blandið saman rjómaosti, 1 dl cheddar osti, 1 dl mozzarella osti og smátt skornum graslauk. 
  3. Smyrjið blöndunni vel í allar raufarnar.
  4. Pakkið brauðinu inn í álpappír og bakið í ofni í 15-17 mínútur við 180°C.
  5. Takið álpappírinn af og dreifið ½ dl mozzarella osti og ½ dl cheddar osti yfir raufarnar. Bakið í 5-10 mínútur í viðbót.
  6. Takið ykkur brauðbita með því að toga í brauðið meðfram raufunum og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BLEIKT SALATBOX FRÁ VAXA

Skrifa Innlegg