fbpx

BLEIKT SALATBOX FRÁ VAXA

SAMSTARF

Hæ elsku lesendur Mig langar að segja ykkur frá bleiku salatöskjunum frá Vaxa sem er til í öllum betri matvöruverslunum í Október. 60 krónur af hverri seldri öskju renna til Bleiku Slaufunnar. Mæli með að þið nælið ykkur í eina salatöskju um helgina og styrkja mikilvægt málefni í leiðinni.

VAXA teymið hafa verið svo yndisleg að gefa mér tvisvar sinnum farmbox sem eru stútfull af salati, kryddjurtum eða babyleaf og sprettur (microgreens). Það er svo frábært að fá svona box sent heim fyrir helgina. Þið getið pantað farmboxin og skoðað betur hér.

Ég er mjög hrifin af fyrirtækinu Vaxa en þau eru með svokallaðan lóðréttan landbúnað (e. Vertical farming) sem fer fram innandyra þar sem öllum þáttum er strýrt eftir mikilli nákvæmnir og nýtni á auðlindum er hámörkuð. Afurðirnar frá Vaxa eru ræktaðar við sömu kjör aðstæður allt árið um kring og eru án allra varnarefna.

Ég elska svona sprettur (microgreens), finnst þær bæði bragðgóðar og fallegar til skreytinga á mat. Ég geymi spretturnar mínar í vatni á eldhúsborðinu.

Dásamlegar vörur sem ég mæli hiklaust með.

TAKK FYRIR AÐ LESA & NJÓTIÐ DAGSINS! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TYRKISK PEBER NAMMIBITAR: MYNDBAND

Skrifa Innlegg