fbpx

TYRKISK PEBER NAMMIBITAR: MYNDBAND

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIRVEISLUR

Þessir nammibitar sem ég útbjó í samstarfi við Innnes, eru himneskir. Rice krispies, Dumle karamellur, Tyrkisk peber soft and salty og Milka rjómasúkkulaði – ó vá þetta getur ekki klikkað! Þeir slóu algjörlega í gegn hjá þeim sem smökkuðu. Hentar vel að útbúa bitana með fyrirvara og geyma í frystinum. Mæli mikið með!

1 ½ poki Tyrkisk peber soft and salty
2 pokar Dumle karamellur
75 g smjör
9 dl Rice krispies
100 g Milka rjómasúkkulaði 

Aðferð

  1. Bræðið Dumle karamellurnar saman við smjör og hrærið vel saman.
  2. Skerið Tyrkisk peber soft and salty smátt niður og hrærið saman við Rice krispies í skál.
  3. Blandið karamellublöndunni saman við og hrærið vel. 
  4. Hellið í eldfast mót (t.d. í stærð 26×20 cm) og frystið.
  5. Bræðið rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því yfir mótið. Kælið þar til súkkulaðið hefur storknað og skerið í bita eftir smekk. Geymið í kæli eða frysti.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: ESPRESSO MARGARITA

Skrifa Innlegg