fbpx

LJÚFFENGUR KAFFI BOOZT

DRYKKIRMORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Þessi drykkur er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Ég elska að byrja daginn á þessum gómsæta kaffi boozt drykk sem ég útbjó í samstarfi við Sjöstrand á Íslandi. Hann er svo orkuríkur og góður og hentar líka vel fyrir þá sem eru vegan. Ég nota tvöfalt espresso skot frá Sjöstrand, banana, döðlur, hnetusmjör, haframjöl, hampfræ, kakó og möndlumjólk. Þetta er í morgunmatinn hjá mér nokkra daga vikunnar og ég elska það. Þið verðið bara að prófa!

Uppskrift gerir einn drykk
1-2 espresso skot Sjöstrand nr.1
2 dl möndlumjólk
1 frosinn banani
3 döðlur
1 msk hnetusmjör
1 msk haframjöl
1 tsk hampfræ
1 tsk kakóduft
4-6 klakar

Aðferð

  1. Útbúið 1-2 kaffiskot í glas. Bætið 1-2 klökum saman við kaffið og kælið.
  2. Setjið öll hráefnin saman í blandara og hrærið vel saman.
  3. Hellið í glas og njótið.

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BBQ KJÚKLINGA BORGARI

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    11. June 2021

    Þessi lofar svo góðu, reyndi í gær en ekki 100% með réttum innihaldsefnum haha, átti hvorki banana né klaka, svo það fór frosið avakadó í staðinn… ætla að reyna aftur þennan að ofan:)

    • Hildur Rut

      18. June 2021

      Ohh já, þessi er í svo miklu uppáhaldi hjá mér! Þú verður að prófa aftur með banana og klaka – það er algjört must ;)

  2. Pingback: Kaffiboost í morgunmat | Binnubúr