fbpx

LJÚFFENGUR BRÖNS : EGG BENEDICT

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Einn af mínum uppáhalds bröns réttum er egg benedict og hér deili ég með ykkur myndbandi og uppskrift sem ég gerði í samstarfi við Pagen. Ristað Hönö brauð frá Pagen með avókadó, hleyptu eggi, flauelismjúkri hollandaise sósu og steinselju. Svo gott!  Ég mæli með að nota Hönö brauð í egg benedict því það er bæði bragðgott og þægilegt og passar fullkomlega í réttinn. Og það góða er að brauðin frá Pagen eru úr náttúrulegum hráefnum og án allra rotvarnarefna.

Það er því tilvalið að hafa það extra notalegt um helgina og útbúa þennan bragðgóða og klassíska rétt! 

Fyrir einn
1 ristuð brauðsneið frá Hönö Pagen
Avókadó – skorið í sneiðar
Smjör
1 egg
1 msk matreiðslu edik
Salt og pipar
Steinselja

Hollandaise sósa
100 g smjör
1 eggjarauða
1/2 tsk safi úr sítrónu
1/2 tsk vatn
Salt og pipar

Aðferð

  1. Hitið vatn í potti. Brjótið egg í litla skál. Hellið egginu varlega í vatnið þegar það er orðið sjóðandi heitt en alls ekki bullsjóðandi. Notið skeið til að halda egginu á sínum stað. Látið það sjóða í 3 mínútur og veiðið það upp úr með ausu.
  2. Smyrjið smjöri á ristaða Hönö brauðsneið og dreifið avókadó yfir hana.
  3. Tyllið egginu ofan á og saltið og piprið eftir smekk. 
  4. Að lokum dreifið sósunni yfir og steinselju.

Hollandaise sósa

  1. Hitið smjörið í potti.
  2. Þeytið eggjarauður, safa úr sítrónu og vatn í töfrasprota þar til blandan verður þykk og ljósari.
  3. Hellið heitu smjörinu í mjórri bunu í eggjablönduna og þeytið með töfrasprotanum á meðan. Saltið og piprið eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TORTILLU KAKA MEÐ GRASKERI

Skrifa Innlegg