fbpx

LJÚFFENGAR BOLLUR Á BOLLUDAGINN

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég elska bolludaginn og að prófa nýjar og spennandi bolluuppskriftir. Því finnst mér tilvalið að deila með ykkur uppskrift að tveimur ljúffengum og einföldum bollum fyrir helgina í samstarfi við Innnes. Bollur með Oreorjóma, hindberjum og Milka rjómasúkkulaði og bollur með möndlusúkkulaði, bananarjóma og ristuðum möndlum. Eru ekki annars allir með bolludagskaffi um helgina? Mér finnast vatnsdeigsbollur bestar og því ætla ég að deila með ykkur uppskrift sem hefur virkað vel hjá mér. Annars finnst mér líka æðislegt að kaupa tilbúnar bollur út í búð og fylla þær eins og ég vil. Mmmm nammi namm, gleðilega bolludagshelgi!

Vatnsdeigsbollur
80 g smjör
2 dl vatn
2 dl hveiti
2 stór egg

Aðferð

 1. Byrjið á því að setja smjör og vatn í pott. Hrærið saman og hitið þar til suðan kemur upp. Takið þá pottinn af hellunni.
 2. Blandið hveitinu saman við. Hærið vel þar til það verður að bollu, losnar frá pottinum og hættir að festast við pottinn.
 3. Kælið og blandið einu eggi í einu saman við blönduna.
 4. Notið tvær msk og dreifið deiginu í bollur á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
 5. Bakið í 25-30 mínútur við 200° á blæstri. Tíminn fer eftir því hversu stórar bollurnar eru.

 

BOLLA MEÐ OREO, HINDBERJUM & SÚKKULAÐI
Algjör nammibolla sem á eftir að slá í gegn!

Vatnsdeigsbollur
125 g hindber
250 g rjómi
1,5 dl Oreo kex, mulið
Milka rjómasúkkulaði, hreint

Aðferð

 1. Stappið hindber.
 2. Myljið Oreo kex í matvinnsuvél.
 3. Þeytið rjóma og blandið varlega saman við Oreo kexið.
 4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði,
 5. Fyllið bollurnar með hindberjum og Oreo rjómanum. Toppið með súkkulaðinu og smá muldu Oreo.

 

BOLLA MEÐ MÖNDLUSÚKKULAÐI & BANANARJÓMA
Hvað er betra en rjómi, súkkulaðiálegg með möndlum og banani á bollur? Svo gott!

Vatnsdeigsbollur
250 g rjómi
1 banani
So vegan so fine súkkulaðiálegg með möndlum
1-2 msk ristaðar möndluflögur

Aðferð

 1. Stappið banana.
 2. Þeytið rjóma og blandið saman við bananann.
 3. Smyrjið bolluna með súkkulaðiálegginu og fyllið með rjómanum. Toppið með súkkulaðiálegginu og ristuðum möndluflögum.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JARÐABERJA BELLINI Í TILEFNI KONUDAGSINS

Skrifa Innlegg