fbpx

JARÐABERJA BELLINI Í TILEFNI KONUDAGSINS

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Bellini er dásamlegur ítalskur freyðivínsdrykkur sem smellpassar í brönsinn eða bara til að njóta um helgina. Venjulega inniheldur kokteillinn ferskjumauk en hér er hann með jarðaberjamauki. Jarðaber og freyðivín, er til eitthvað betra? Gefur mímósu ekkert eftir og mér finnst þessi drykkur eiginlega betri. Mæli með að þið prófið. Vonandi eigið þið yndislegan konudag.

1 drykkur
1-2 dl Lamberti Prosecco
3 jarðaber
3 cl sykursíróp

  1. Byrjið á því að blanda saman jarðaberjum og sykursírópi með töfrasprota eða í blender.
  2. Hellið 30-50 ml af jarðaberjablöndunni í fallegt glas.
  3. Því næst hellið Prosecco og hrærið varlega í drykknum.
  4. Skreytið með jarðaberi og njótið.

Sykursíróp

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott. 
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

SKÁL & NJÓTIÐ HELGARINNAR! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

DÁSAMLEGUR KONUDAGSPAKKI

Skrifa Innlegg