Afar bragðgóð og einföld ostakaka með jarðaberjum sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Þessi ostakaka er fersk og á vel við sem eftirréttur eftir góða máltíð. Ég nota jarðaber frá Driscoll’s í uppskrifina en þau eru einstaklega bragðgóð og falleg. Hvítt súkkulaði gerir svo ostakökufyllinguna einstaklega ljúffenga. Það er algjör snilld að útbúa ostakökuna daginn áður, geyma í frysti og dreifa jarðaberjunum yfir áður en þið berið hana fram. Ég mæli mikið með!
1 pkn Lu Digestive kex
120 g smjör
2 pkn Philadelphia rjómaostur
3,5 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
100g hvítt súkkulaði
2 msk flórsykur
300-400 g jarðaber frá Driscoll’s
2 msk jarðaberjasulta
Aðferð
- Byrjið á því að mylja kexið í matvinnsluvél og bræðið smjör við vægan hita. Blandið smjörinu saman við kexið.
- Setjið bökunarpappír í hringlaga 21 cm kökuform. Ég smyr botninn og hliðarnar á forminu með smá smjöri til að festa pappírinn betur. Klippi hring fyrir botninn og renning fyrir hliðarnar úr pappírnum og legg hann í formið.
- Dreifið kexblöndunni í kökuformið og þjappið með skeið eða höndunum. Geymið í frystinum á meðan þið útbúið fyllinguna.
- Þeytið rjóma og takið til hliðar.
- Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og passið að það verði ekki of heitt. Blandið súkkulaðinu saman við rjómaostinn, flórsykurinn og vanilludropana.
- Blandið rjómaostablöndunni vel saman við rjómann með sleif og dreifið yfir kexbotninn. Frystið í klst eða meira.
- Skerið jarðaber í fjóra bita og hrærið saman við jarðaberjasultu. Látið standi í 10 mínútur og toppið kökuna með berjunum. Njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg