fbpx

LITLAR JÓLAPAVLOVUR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIRVEISLUR

Uppskrift af litlum pavlovum með bismark sem passar vel sem eftirréttur yfir hátíðarnar. Bismark brjóstsykurinn gerir pavlovurnar mjög jólalegar á bragðið og rjómakúlusósan er dásamleg. Toppið svo pavlovurnar með ykkar uppáhalds berjum.

Uppskrift gerir 12 pavlovur
4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk edik
1-2 dl bismark brjóstsykur (jólastafur)
3 dl rjómi
Ber eftir smekk (hindber, jarðaber, bláber eða brómber)
1 poki rjómakúlur

Aðferð

  1. Myljið bismark brjóstsykur í matvinnsluvél eða í morteli.
  2. Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykri rólega við og hrærið.
  3. Hrærið edik út í og í lokin 1½ dl af bismark brjóstsykrinum. Dreifið blöndunni í litlar kökur á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 1 og ½ klst við 150°C.
  4. Bræðið rjómakúlur með 1-2 msk rjóma í potti. Þeytið rjóma og skerið ber í bita.
  5. Dreifið rjómanum og berjunum á pavlovurnar.
  6. Að lokum stráið bismark mulningnum yfir pavlovurnar eftir smekk.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEGIR JÓLADRYKKIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna

    23. December 2020

    Uppáhaldið mitt!!!