fbpx

DÁSAMLEGIR JÓLADRYKKIR

SAMSTARF

Það er fátt jólalegra en að fá sér heitan jóladrykk niðrí bæ og skoða jólaljósin. Í samstarfi við Pennann Eymundsson langar mig að deila með ykkur girnilegu jóladrykkjunum þeirra í ár. Ég tók myndirnar af þeim og smakkaði þá alla í leiðinni – mjög gómsætir og jólalegir! Það er um að gera að taka smá göngutúr niðrí bæ, skoða jólaljósin og grípa með sér góðan bolla í leiðinni. Vel er passað upp á sóttvarnir og fjöldatakmarkanir á kaffihúsunum og eru þau staðsett í Austurstræti, Laugavegi 77, Skólavörðustíg 11, Akureyri og Vestmannaeyjum.

Ég fór í göngutúr í bænum með mömmu í gær og fékk mér piparkökulatte með rjóma sem klikkar ekki! Svo góður og jólalegur

Mexíkóskt heitt súkkulaði
Súkkulaði – mjólk – súkkulaði síróp – appelsínu síróp – chili síróp – rjómi

Piparmyntu hvítt súkkulaði
Hvítt súkkulaði – mjólk – piparmyntu síróp – rjómi – mulinn jólastafur

Piparköku latte
Espresso – piparköku síróp – kanill – mjólk – rjómi

Lakkrís cappuccino
Espresso – mjólk – lakkrís- og súkkulaði síróp – mjólk – rjómi – lakkrís poppkorn

Jólaglögg

Mæli með að þið smakkið og endilega látið mig vita hvað ykkur finnst. Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ;)

NJÓTIÐ NÆSTU DAGA Í BOTN! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FALLEGAR BÆKUR FYRIR JÓLIN

Skrifa Innlegg