fbpx

LÍFIÐ SÍÐUSTU MÁNUÐI

PERSÓNULEGT

Hæ elsku lesendur!  Það er alveg kominn tími á eina færslu um það sem ég er búin að vera að bralla upp á síðkastið. Nýtt ár, janúar, febrúar, afmælið mitt, ný vinna og covid. Ýmislegt hefur á daga mína drifið, tíminn hefur flogið áfram og mikið hefur verið að gera hjá mér. Ég ætla að leyfa nokkrum myndum að fylgja.

Nýtt ár 2022 og spennandi tímar framundan hjá mér. Ég hlakka til að deila með ykkur girnilegum uppskriftum og fleiru á Trendnet.

Við byrjuðum árið á því að mín kona hætti með snuðið. Edda var svo dugleg að gefa húsdýragarðinum snuðið sitt.

Auðvitað fórum við uppí bústað og nutum í botn með fjölskyldunni. Það er alltaf svo gott! Edda og sæti Emil Ingimar frændi að leika og borða saman.

 

Ég byrjaði í nýrri vinnu í byrjun febrúar í markaðsdeild S4S sem samfélagsmiðlafulltrúi. Ég er stolt af því að vera hluti af svona flottu teymi í markaðsdeildinni og flottu fyrirtæki. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum. Þið sem fylgið mér á Instagram munið eflaust sjá mikið af nýjum skóm.

Hlín Arngrímsdóttir tók myndina af mér.

Þessir fallegu skór frá JoDis by Andrea Röfn komu með mér heim fyrstu vikuna í nýrri vinnu og ég elska þá. Fást hér. Get ekki beðið eftir að kaupa mér geggjaða skó fyrir sumarið en það eru margir komnir á óskalistann!

34 ára 2.2.2022. Átti dásamlegan afmælisdag þar sem Bjössi dekraði mig algjörlega.

Við fórum útað borða um kvöldið á Hosiló og vá hvað ég mæli mikið með honum! Frábær þjónusta og gómsætur matur.

Við fórum í foreldrafrí á Selfoss. Göngutúr í yndislegu veðri, spa, borðuðum í mathöllinni og sváfum út.

Önnur vikan í febrúar fór í einangrun þar sem Unnar minn greindist fyrst með covid og svo ég í kjölfarið. Ég var alveg búin að ímynda mér að ef við færum í einangrun þá myndi ég að gera allskonar skemmtilegt með börnunum en óóónei. Ég varð svo lasin að ég hef varla upplifað aðra eins flensu en reyndi að vinna eins og ég gat.

Unnar minn varð 10 ára 3. mars, já 10 ÁRA! Ótrúlegt, ég er í smá sjokki. En vá hvað ég er heppin að eiga þennan gullmola! Dásamlegur í alla staði. Við ætluðum að halda uppá afmælið hans um helgina en þar sem covid er að herja á fólkið okkar um þessar mundir ákvaðum við að fresta því.

Ég elska svona fallega vetrardaga.

Nýtt og fínt. Ég fékk þessa fallegu diska og skálar að gjöf frá Reykjavík Design. Þeir eru frá vörumerki sem heitir Stonemade og eru úr ekta marmara. Þeir fást hér.

HAY barstólar sem fást hér.
Fallegur koll frá Söstrene Grene sem fæst hér.
Fallegur vasi frá Söstrene Grene sem fæst hér.

Takk fyrir að lesa elsku þið!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGAR BOLLUR Á BOLLUDAGINN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1