fbpx

LÍFIÐ Í BYRJUN VETRAR

PERSÓNULEGT

Hæ kæru lesendur! Veturinn byrjaði svo sannarlega með stæl, aftur komið samkomubann. Ég reyni samt alltaf að hugsa jákvætt og geri gott úr þessari heimaveru. Huggulegheit, göngutúrar, heimajóga, borða góðan mat, hitta nánasta fólkið mitt og miklu fleira. Þegar ég er svona mikið heima þá langar mig alltaf að breyta þannig að við erum búin að breyta aðeins og eigum eftir að breyta meira. Aðventan er gengin í garð og núna er akkúrat tíminn til að njóta heima og komast í jólaskap.

Hér koma síðustu tveir mánuðir í myndum. Vonandi hafið þið gaman að sjá aðeins hvað ég er að bralla dagsdaglega.

 

Greni, greni og greni. Mér finnst greni svo fallegt og jólalegt. Mæli líka með jólailminum frá Urð. Lyktin er dásamlega góð!

Breytingar og jólaskraut. Færðum þetta fallega ljós úr ganginum og inn í stofu. Ég er bara mjög ánægð með það þarna.

Ivar skápur og fallega veggljósið fær nýjan stað á heimilinu og í staðinn kom þessi fallegi skápur. Við eigum reyndar eftir að fá restina af skápnum og stilla hurðarnar betur. En vá það er svo frábært að fá meira geymslupláss í eldhúsið!

Yndisleg bústaðarferð þar sem við tókum smá frí og nutum í botn saman.

Margar kaffistundir!

Jóga í stofunni er svo ljúf morgunstund

Hrekkjavakan 2020 var mjög róleg. Ég gerð þennan mjög svo ljúffenga hrekkjavökukokteil sem er einnig mjög jólalegur. Mæli með að þið prófið. Uppskrift hér.

Allskonar skemmtileg vinna

Margar yndislegar fjölskyldustundir og útivera

Kvaddi haustið með pumpkin spice latte

Göngutúr og heiti potturinn hjá mömmu og pabba. Gerist ekki betra!

Margar uppskriftir urðu til.

Hlakka til að sigla inn í desember og deila með ykkur jólalegum uppskriftum og fleira skemmtilegu!

Njótið dagsins! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TÍGRISRÆKJUR Í KRÖNSI MEÐ AVÓKADÓ DILL SÓSU

Skrifa Innlegg