fbpx

HREKKJAVÖKUVEISLA

AÐALRÉTTIREFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Mér finnst svo frábært að nota hvert tækifæri sem gefst til að hafa gaman og skemmta sér. Nú nálgast hrekkjavakan óðfluga og þá er tilvalið að halda hrekkjavökuveislu, Í tilefni af því þá útbjó ég í samstarfi við Krónuna tvær barnvænar og gómsætar uppskriftir. Hryllilega góðar quesadillas og draugalegir nammibitar sem eru algjört lostæti. Börnin mín elska hrekkjavökuna og þessar uppskriftir slógu heldur betur í gegn. Við njótum þess að halda upp á þessa skemmtilegu hátíð þótt það sé ekki langt síðan að við byrjuðum á því og núna finnst okkur hún algjörlega ómissandi hluti af haustinu. Við skerum út grasker, föndrum, skreytum, útbúum hrekkjavökumat og höldum partý. Ætlar þú að halda upp á hrekkjavökuna í ár? Mæli þá með að prófa þessar uppskriftir.

HREKKJAVÖKU QUESADILLAS
Ljúffengar quesadillas sem allir elska. Fylltar með osti, kjúklingi, svörtum baunum og salsa sósu og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma. Svo er þetta svo hræðilega krúttlegt og krökkunum finnst svo skemmtilegt að borða.

Uppskriftin gerir 10 litlar quesadillas
2 pakkningar street tacos frá Mission (20 litlar tortillur)
400-500 g kjúklingur, smátt skorinn eða rifinn
400 g svartar baunir
1 dós salsa sósa frá Mission
Salt og pipar eftir smekk
1 havarti ostur
500 g rifinn cheddar ostur
Sýrður rjómi

Guacaomle
3 avókadó
1 ferskt jalapeno, fræhreinsað
½ dl ferskt kóríander
Safi úr 1 lime
Salt og pipar eftir smekk
2 dl tómatar, smátt skornir
1-2 msk rauðlaukur smátt skorinn

Aðferð

  1. Byrjið á því að blanda saman kjúklingi, svörtum baunum, salsa sósu, salti og pipar í skál.
  2. Skerið með beittum hníf andlit í helminginn af tortillunum.
  3. Rífið havarti ostinn og dreifið honum yfir botninn á hinum helmingnum af tortillunum. 
  4. Dreifið kjúklingablöndunni ofan á ostinn, dreifið meiri osti og að lokum dreifið rifnum cheddar jafnt yfir. Lokið tortillunum með þeim sem eru með andlit.
  5. Bakið í 10-12 mínútur við 180°C og berið fram með sýrðum rjóma og guacamole.

Guacamole

  1. Smátt skerið tómata og rauðlauk.
  2. Blandið saman avókadó, smátt skornu jalapeno, kóríander, safa úr lime, salti og pipar með töfrasprota eða stappið vel saman.
  3. Hrærið tómötunum og rauðlauknum saman við með skeið.

DRAUGA BITAR
Skemmtilegir og sætir nammibitar sem munu slá í gegn í hrekkjavökupartýinu. Svo er líka svo gaman að útbúa þetta með krökkunum. Þessi sætu skrímslaaugu setja punktinn yfir i-ið en þau eru glæný frá Krónunni.

560 g sykurpúðar
180 g smjör
240 g rice krispies
400 g hvítt súkkulaði
Skrímslaugu frá Krónunni 

Aðferð

  1. Bræðið saman sykurpúða og smjör. Hrærið vel saman og passið að þetta brenni ekki.
  2. Þegar blandan er orðin silkimjúk þá hrærið þið rice krispies saman við í nokkrum skömmtum.
  3. Dreifið í 34 x 22 cm eldfast form sem er þakið bökunarpappír. 
  4. Kælið og skerið í bita sem mynda drauga. Ég notaði lítið hringlaga kökuform til að mynda drauga höfuð og skar svo til með hníf.
  5. Bræðið hvítt súkkulaði og leyfið því að kólna aðeins.
  6. Drefið súkkulaðinu á draugabitana eftir smekk og setjið tvö augu ofan á.
  7. Kælið þar til súkkulaðið hefur storknað og njótið.

Öll hráefnin í uppskriftirnar fást í Krónunni.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGA HREKKJAVÖKU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

MÖNDLU CROISSANT

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    20. October 2021

    Vá þetta eru frábærar hugmyndir til að gera með kids