fbpx

HREKKJAVÖKU DRAUGANAMMI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ljúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Ég útbjó þessa uppskrift í samstarfi við Innnes þar sem ég nota bragðgóða Tony’s súkkulaðið í uppskriftina. Súkkulaðinu sjálfu er skipt í ójafna parta en það er gert til að endurspegla misréttið sem á sér stað við framleiðslu kakóbauna sem er svo algengt í dag. Markmiðið hjá Tony’s er að framleiða gæða súkkulaði algerlega án þrælkunar. Svo nú er bara að bretta upp ermarnar og útbúa nammibita úr þessu geggjaða súkkulaði. Þessa sniðugu hugmynd sá ég á samfélagsmiðlum og það er upplagt að gera þetta með börnunum.

8 dl Rice krispies
2 dl síróp
200 g hnetumsjör
1 1/2  plata Tony’s mjólkursúkkulaði
150 g hvítt súkkulaði
Nammi augu

Aðferð

  1. Bræðið hnetusmjör og síróp í potti og blandið saman.
  2. Hrærið rice krispies saman við. Bætið við rice krispies ef ykkur finnst blandan of blaut.
  3. Dreifið blöndunni í skúffukökuform eða eldfast mót. Mæli með að setja smjörpappír undir. Geymið inn í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið.
  4. Bræðið Tony’s mjólkursúkkulaðið og hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði í sitthvorri skálinni.
  5. Dreifið mjólkursúkkulaðinu jafnt yfir rice krispies.
  6. Búið til drauga úr hvíta súkkulaðinu. Notið tannstöngla til að mynda draugana og setjið nammi augun þar sem þið viljið staðsetja augun.  Kælið í fyrstinum í klukkustund.
  7. Skerið í bita og geymið í frystinum.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGA HREKKJAVÖKU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HREKKJAVÖKU KOKTEILL: BRÓMBERJA MARGARITA

Skrifa Innlegg