fbpx

HELGARFERÐ TIL BERLÍNAR

PERSÓNULEGT

Hæ elsku lesendur! Um daginn fór ég í alveg dásamlega helgarferð til Berlínar með mömmu og systrum mínum. Haustið í Berlín er engu líkt og litirnir eru svo fallegir. Við borðuðum góðan mat, versluðum og skoðuðum fallegu borgina. Ég ætla að leyfa myndunum að tala.

Það er svo fallegt í Berlín í haustlitunum.

Við fengum allskonar veður, rok, rigningu og sól. En við skemmtum okkur samt alveg ótrúlega vel.

Við gistum á Hotel Indigo á Alexendarpatz. Bara mjög fínt hótel á góðum stað.

Ef að þið eruð á leiðinni til Berlínar þá er algjört must að prófa Monsieur Vuong,

Bestu mínar 

Ég elska að skoða og versla í Hackescher Markt í Mitte. Fallegar litlar verslanir, mikið af veitingastöðum og skemmtilegar vintage búðir.

Litlu göturnar við Hackescher Markt eru svo skemmtilegar.

Kíktum aðeins í búðir á Kurfuerstendamm og fengum okkur kampavín efst í KaDeWe sem var dásamlegt. Borðum hamborgara á mjög góðum stað sem heitir Upper burger grill. Þar er hægt að fá sér hamborgara í svörtu brauði, gómsæta laxaborgara, grænmetisborgara og geggjaðar trufflu franskar.

Borðuðum á mjög góðum veitingastað sem heitir Montraw. Frábær þjónusta og maturinn var stórkostlega góður. Væri til í að fara aftur.

Brunch á Factory girl. Nammi, egg benedict er svo ótrúlega gott þarna.

Skoðuðum brorgina á rafhlaupahjólum í glampandi sól. Vá hvað það var skemmtilegt!

Enduðum ferðina á Monkey bar í trylltu útsýni! Mæli með að fara þangað þegar það er bjart og fá útsýni yfir dýragarðinn. Sérstaklega fallegt í haustinu. Við sátum þarna í sólsetrinu sem var engu líkt!

Takk fyrir að lesa

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: HÁTÍÐAR IRISH COFFEE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1