fbpx

GULRÓTARBOLLAKÖKUR MEÐ RJÓMAOSTAKREMI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUppskriftir

Óvá hvað þessar gulrótarbollakökur eru ljúffengar og mér finnst ótrúlegt að þetta sé í fyrsta skipti sem ég prófa að baka slíkar kökur en þessar útbjó ég í samstarfi við Innnes. Kökurnar eru dúnmjúkar að innan og rjómaostakremið er dásamlega gott. Ég toppaði þær síðan með pekanhnetum sem gera kökurnar ennþá betri. Ég bauð í smá kaffi eftir vinnu í gær og bauð nánustu fjölskyldu minni. Allir elskuðu kökurnar og þær kláruðust fljótt. MMM…namm, þetta verður pottþétt aftur á boðstólum á mínu heimili! Þið verðið eiginlega að prófa.

Uppskriftin gerir 12 bollakökur
4 dl rifnar gulrætur
2 egg
1 tsk vanilludropar
1 ½ dl ólífuolía
2 ½ dl hveiti
½ tsk matasódi
½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
1 tsk kanill
¼ tsk engifer, ¼ tsk múskat, ¼ tsk negull
1 dl púðursykur
½ dl sykur
5-7 stk smátt saxaðar pekanhnetur
12 bollakökuform

Rjómaostakrem
110 g smjör við stofuhita
1 pkn Philadelphia rjómaostur
1 tsk vanilludropar
7-8 dl flórykur

Aðferð

  1. Rífið gulræturnar smátt.
  2. Pískið eggin og blandið þeim saman við gulrætur, ólífuolíu og vanilludropa.
  3. Blandið restinni saman við.
  4. Dreifið deiginu jafnt í bollakökuformin og bakið í 18-20 mínútur við 180°C. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru fullbakaðar.
  5. Á meðan kökurnar eru að bakast þá er gott að útbúa kremið.
  6. Kælið kökurnar í 10-15 mínútur. Setjið kremið í sprautupoka og dreifið ofan á kökurnar eftir smekk. 
  7. Dreifið smátt söxuðum pekanhnetum eftir smekk og njótið.

Rjómaostakrem

  1. Hærið rjómaosti, smjöri og vanilludropum saman í hrærivél á hröðustu stillingu þar til að blandan verður „flöffý“. 
  2. Bætið flórsykri útí í nokkrum skömmtum og hrærið rólega saman. Bætið meiri flórsykri saman við ef ykkur finnst það þurfa.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SÍÐASTA VIKA Í SÓTTKVÍ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Halla

    2. September 2021

    Allt svo fallegt hjá þér.

    • Hildur Rut

      2. September 2021

      Takk kærlega fyrir það <3