fbpx

GUACAMOLE MEÐ BEIKONI & FETAOSTI

Í samstarfi við ÍSAM útbjó ég dásamlegt guacamole sem passar einstaklega vel með  creamy ranch Finn crisp snakkinu. Hafið þið smakkað Finn crisp snakkið? Óvá hvað mér finnst það gott og krakkarnir elska það. Mér finnst líka frábært að taka það með í ferðalögin sem hollara snakk. Ég setti stökkt beikon og fetaost í guacamole-ið sem gerir það svo djúsí og gott. Fullkomin blanda með Creamy ranch. Ég mæli svo mikið með.

Finn crisp snakk með Creamy ranch
3-4 avókadó
8 beikonsneiðar
Safi úr ½ lime
2 dl hreinn fetaostur (salatostur) + 1-2 msk aukalega
¼ tsk laukduft
¼ tsk hvítlauksduft
¼ tsk chili flögur
¼ tsk salt
¼ tsk pipar

Aðferð

  1. Byrjið á því að baka beikonið í ofni við 200°C í 10 -15 mínútur eða þar til beikonið er orðið stökkt og gott.
  2. Þurrkið fituna af beikoninu og skerið það smátt. Takið 1 msk til hliðar.
  3. Blandið saman avókadó, fetaosti, safa úr lime og kryddi í töfrasprota/matvinnsluvél eða stappið vel saman með gaffli.
  4. Blandið beikoninu saman við með skeið og setjið í fallega skál. Toppið með 1-2 msk af stöppuðum fetaosti og 1 msk af beikoni. Njótið :)

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FALLEGAR PICKNICK VÖRUR & GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg