Þessi pizza er svo ljúffeng að þið verðið eiginlega að prófa hana! Uppskriftina gerði ég í samstarfi við Innnes og hún samanstendur af dásamlegri rjómaostasósu, edamame baunum, brokkólí, lauk, grænu pestói og ferskum mozzarella. Hún er svo góð að hún hreinlega leikur við bragðlaukana. Ég mæli með að skella í þessa pizzu um helgina og njóta með góðu rauðvínsglasi.
Uppskrift að einni 12 tommu pizzu
Pizzadeig (dugar í 1-2 12 tommu pizzur)
1 dl volgt vatn
1 tsk ger
200 g fínt malað spelt
1 msk ólífuolía
½ tsk salt
½ kúrbítur
100-200 g brokkólí
2 dl edamame baunir
1 lítill laukur
Salt & pipar
Cayenne pipar (má sleppa)
Rifinn mozzarella
1 fersk mozzarella kúla
⅓ – ½ krukka grænt pestó frá Filippo Berio
Sósa
½ Philadelphia rjómaostur
3 msk sýrður rjómi
1 hvítlauksrif
3 msk Parmigiano reggiano
Salt og pipar
Aðferð
- Byrjið á því að útbúa pizzadeigið og hitið kalt vatn í potti þar til það verður um 37°C.
- Blandið volga vatninu saman við ger og hunang. Látið standa í 10 mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða.
- Hrærið helmingnum af speltinu, ólífuolíunni og salti saman við gerblönduna. Því næst hnoðið restinni af speltinu saman við. Ég nota matvinnsluvél og hnoða í kringum 10 mínútur.
- Látið deigið hefast í um 1 klst eða lengur.
- Skerið kúrbít og brokkólí í meðalstóra bita og skerið laukinn smátt. Steikið uppúr ólífolíu ásamt edamame baununum og kryddið með salti, pipar og cayenne pipar eftir smekk.
- Blandið saman öllum hráefnunum í sósuna í pott og hrærið.
- Fletjið út pizzadeigið og dreifið sósunni yfir. Stráið rifnum mozzarella eftir smekk og grænmetinu.
- Rífið ferskan mozzarella og dreifið honum yfir. Því næst dreifið pestóinu yfir með teskeið.
- Bakið í ofnið við 220°C í 12-14 mínútur eða þar til pizzan er bökuð og osturinn bráðnaður.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg