Þessi vefja sem er fyllt með kjúklingi, rjómaosti, osti, snakki, kóríandersósu, jalapeno, pinto baunum og borin fram með guacamole, er stórkostlega góð blanda sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Þetta sló algjörlega gegn á heimilinu og verður pottþétt gert oftar. Innblásturinn að uppskriftinni er Crunchwrap sem fæst á Taco bell. Ég hef reyndar aldrei smakkað þetta þar en hef séð ýmsar útgáfur af þessum rétti og langaði að prófa mína útgáfu og hún er virkilega góð! Crunchwrap er stór tortilla sem er fyllt með allskonar góðgæti. Henni er svo pakkað saman í böku og steikt á pönnu. Þið getið séð aðferðina í highlights á Instagraminu mínu hér. Ég hvet ykkur til að prófa þetta og endilega láta mig vita hvað ykkur finnst! ;)
Mæli með einni vefju á mann (inniheldur eina stóra tortillu og tvær street taco. Magn fyllingar fyrir hverja tortillu stendur í aðferð)
600 g úrbeinuð kjúklingalæri
3 tsk chipotle mauk eða krydd
1 msk ólífuolía
½ tsk laukduft
½ tsk hvítlauksduft
1 tsk salt
¼ tsk pipar
Tortillur original frá Mission
Street tacos frá Mission
Tortilla chips frá Mission
Philadelphia rjómaostur
Rifinn cheddar ostur
Pinto baunir
Spínat
Tómatar, smátt skornir
Jalapeno úr krukku, smátt skorinn
Sósa
1 dós sýrður rjómi
Safi úr ½ lime
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk laukduft
1-2 msk ferskt kóríander, smátt skorinn
½ tsk salt
¼ tsk pipar
Guacamole
2 avókadó
2 tómatar
2 msk rauðlaukur
Safi úr ½ lime
Chili flögur
Salt & pipar
Aðferð
- Blandið kjúklingalærunum saman við chipotle kryddið, ólífuolíu, laukduft, hvítlauksduft, salt og pipar í skál.
- Setjið kjúklinginn í eldfast mót og bakið í 30-40 mínútur við 190°C á blæstri eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
- Rífið kjúklinginn smátt með tveimur göfflum. Blandið rifna kjúklingnum vel saman við vökvann og kryddblönduna.
- Dreifið ólífuolíu yfir street tacos og bakið við 190°C þar til þær verða stökkar. Fylgist vel með þeim þannig að þær brenna ekki.
- Blandið saman í sósuna með skeið og guacamole í töfrasprota eða stappið öllu saman.
- Byrjið á því að fylla hverja og eina tortillu. Smyrjið rjómaosti og dreifið 1-2 msk af rifnum cheddar osti í miðjuna. Dreifið 1 dl kjúklingi og smátt skornum jalapeno eftir smekk. Leggið eina stökka street taco tortillu ofan á og smyrjið 1 msk af sósunni yfir. Því næst dreifið þið ½ dl af pinto baunum, 1-2 msk smátt skornum tómati og spínati eftir smekk. Myljið tortilla chips yfir og dreifið 1-2 msk rifnum cheddar osti. Í lokin leggið þið mjúka Street taco tortillu ofan á og lokið stórtu tortillunni með því að brjóta hana saman.
- Steikið vefjurnar á vægum hita upp úr ólífuolíu þar til þær verða stökkar.
- Berið fram með guacamole og sósunni eða því sem hugurinn girnist. Njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg