Ljúffeng, holl og fljótleg uppskrift að kínóaskál sem ég gerði í samstarfi við Danól. Þennan rétt útbý ég oft í hádeginu eða sem léttan kvöldmat og mér líður alltaf svo vel eftir hann. Kínóaskál með grænmeti, eggjum, fetaosti, cheddarosti, avókadó og spírum. Ég nota bara það grænmeti sem er til í ísskápnum hverju sinni. Ég nota foreldað kínóa í uppskriftina frá merkinu Quinola. Það er svo hollt og gott, er til í fjórum bragðtegundum og fæst í Krónunni, Bónus, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaupum og Samkaupum Ég er svo hrifin af þessu vörumerki en fyrirtækið stundar viðskiptahætti sem bæta umhverfið og samfélögin í kring. Þetta er nánast alltaf til heima því það er svo þægilegt að grípa í þetta! Ég nota þetta mikið hversdags í minni matargerð t.d. sem meðlæti með fiski eða kjúklingi, í mexíkóska rétti, vefjur, salöt ofl. Ég mæli mikið með!
Fyrir 1
Quinola White & black, ½ pakkning
Ólífuolía
2-3 sveppi, smátt skornir
1 lúka spínat
1 dl rifinn cheddar ostur
Laukduft
Paprikuduft
Cayenne pipar
Salt & pipar
1-2 dl brokkólí, smátt skorið
1 gulrót, smátt skorin
1 egg
½ avókadó, skorið í sneiðar
Stappaður fetakubbur eftir smekk
Radísuspírur eða aðrar spírur eftir smekk
1-2 sítrónubátar
Aðferð:
- Dreifið brokkólíi og gulrót á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Dreifið ólífuolíu, salti og pipar yfir og bakið í 10-15 mínútur við 190°C.
- Sjóðið egg eftir smekk. Mér finnst gott að hafa rauðuna aðeins mjúka.
- Steikið sveppi upp úr ólífuolíu. Bætið spínati saman við þegar sveppirnir hafa mýkst aðeins.
- Bætið kínóa og cheddar osti saman við og kryddið með laukdufti, paprikudufti, cayenne pipar, salti og pipar. Blandið öllu vel saman.
- Dreifið kínóablöndunni í skál eða á disk. Dreifið brokkólíi og gulrótum yfir. Toppið með egginu, avókadó, fetakubbi og spírum. Kreistið safa úr sítrónu yfir avókadóið og ég kryddaði með sesamblöndu. Njótið.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg