fbpx

DUMPLINGS MEÐ NÚÐLUM & GRÆNMETI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hafið þið smakkað dumplings með núðlum? Það er geggjað kombó! Ég gerði þessa uppskrift í samstarfi við en hún inniheldur kjúklinga dumplings með eggjanúðlum, grænmeti og ljúffengri sósu. Þessi dumplings frá Itsu eru svo góð! Þau fást eins og er í Fjarðarkaupum og Melabúðinni og hægt er að velja um þrjár fyllingar: með kjúkling, rækjum eða grænmeti. Ég hef nokkrum sinnum keypt svona frosið dumplings frá ýmsum framleiðendum og þetta eru þau lang bestu! Mæli mikið með! Dásamlegur og einfaldur helgarréttur.

Uppskrift fyrir 2
1 pakkning dumplings með kjúklingi frá Itsu
2-3 hreiður af eggjanúðlum frá Blue dragon (½ pakkning)
2-3 gulrætur
4-6 sveppir
1 chili
1 msk ferskur engifer
1-2 hvítlauksrif
4 vorlaukar
Ólífuolía til steikingar
Salt & pipar
Sósa:
1 msk sesamolía frá Blue dragon
1 msk soya sósa
2 msk ostrusósa frá Blue dragon
Safi úr ½ lime
2 msk ólífuolía
Toppa með:
2 msk kasjúhnetur, smátt saxaðar
1 vorlaukur, smátt saxaður
1 msk sesamfræ
Ferskur kóríander eftir smekk

Aðferð

  1. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum.
  2. Skerið gulrætur, sveppi, vorlauk og chili smátt.
  3. Rífið engifer og pressið hvítlaukinn.
  4. Byrjið á því að steikja gulrætur upp úr ólífuolíu í 5 mínútur. Bætið svo sveppum, vorlauk og chili. 
  5. Bætið dumplings útí, hvítlauk og engifer. Blandið öllu saman og steikið í 10 mínútur. 
  6. Hrærið öllum hráefnunum í sósuna saman í skál.
  7. Bætið núðlunum og sósunni saman við á pönnuna og blandið vel saman.
  8. Toppið svo með kasjúhnetum, vorlauk, sesamfræjum og kóríander. 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLTUR KÚRBÍTUR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    11. September 2020

    Shit þetta lítur GUUUUUÐDÓMLEGA út!!!! Ætla svo að prófa þegar ég kem aftur til Reykjavíkur!

    • Hildur Rut

      30. September 2020

      Takk elsku Helgi! Já það er must að prófa, sjúklega gott!❤️

  2. Aldís

    15. September 2020

    Nammmmm… !! Girnó ;)

    • Hildur Rut

      30. September 2020

      Takk kærlega ❤️ svo ljúffengt!?