fbpx

DÁSAMLEG SMÁKÖKUDEIG

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARF

 

Ég tók nýlega þátt í skemmtilegu verkefni í samstarfi við Kötlu og gekk það út á að gera myndband til að kynna ný smákökudeig. Þessi frábæru deig eru loksins komin í verslanir. Þetta eru amerískar smákökur (eins og fæst í mörgum bakaríum) sem eru dásamlega góðar og einfalt að útbúa. Það þarf einungis að opna pakkninguna, skera deigið í sneiðar og skella í ofninn. Mæli með að þið prófið.

Það eru til þrjár tegundir af deiginu og ég var fengin til að gera smá twist á þær.

Stórar tröllahafrakökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði. Ég toppaði þær með bræddu suðusúkkulaði, söxuðum trönuberjum og möndlum.  

Stórar súkkulaðibitakökur með stórum dökkum og hvítum súkkulaðibitum. Ég toppaði þær með bræddu hvítu- og dökku súkkulaði. Það er einnig gott að setja smá sjávarsalt á þær.

Stórar súkkulaðibitakökur með karamellu og hvítu súkkulaði. Ég toppaði þær með karamellusósu og sjávarsalti.

Smá trix sem ég mæli með að þið gerið áður en þið skerið smákökudeigið en það er að setja það í frysti í 10-15 mínútur áður en þið vinnið með deigið. Þá er þægilegra að skera það.

Hér kemur myndbandið:

Þetta var mjög skemmtilegt og bragðgott verkefni.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LÍFIÐ Í SAMKOMUBANNI

Skrifa Innlegg