Okey nammi! Þetta verðið þið bara að prófa. Ég útbjó þennan dásamlega rétt í samstarfi við Ísam. Ég notaði vinsæla Finn Crisp snakkið með cheddar bragði sem er hollari kostur og gerir réttinn svo bragðgóðan. Nóg af havarti- og cheddar osti ásamt kjúkingi og svörtum baunum með chipotle, tómötum, jalapeno sýrðum rjóma og avókadó. Ótrúlega góð blanda sem klikkar ekki.
1 pkn Finn Crisp snakk með cheddar
4 dl kjúklingur, rifinn eða smátt skorinn (ég keypti tilbúinn kjúkling með salt og pipar)
2 dl svartar baunir
3 msk chipotle mauk
Salt og pipar eftir smekk
3 dl rifinn havarti ostur, ríf hann sjálf
3 dl rifinn cheddar ostur
250 g kokteiltómatar eða aðrir litlir tómatar, skornir í litla bita
2 avókadó
1-2 msk safi úr lime
Lime bátar eftir smekk
Kóríander eftir smekk
Sýrður rjómi með jalapeno
180 g sýrður rjómi
2 msk smátt skorið jalapeno úr dós
Safi úr ½ lime
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
- Byrjið á því að blanda saman kjúklingi, svörtum baunum, chipotle mauki (setjið minna ef að þið viljið hafa þetta mildara), salti og pipar.
- Dreifið snakkinu á bökunarplötu þakta bökunarpappír eða í eldfast form.
- Dreifið 2 dl rifnum havarti osti og 2 dl cheddar osti yfir.
- Því næst setjið kjúklingablönduna og dreifið svo sýrða rjómanum yfir. Þið þurfið ekki að dreifa öllum sýrða rjómanum, gott að eiga smá til bera fram með.
- Að lokum dreifið tómötum og stráið restinni af ostinum yfir.
- Bakið inní ofni í 10-12 mínútur við 180°C.
- Stappið avókadó saman við safa úr lime. Saltið og piprið eftir smekk.
- Dreifið avókadó, lime bátum og kóríander yfir réttinn og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg