fbpx

BOOZT MEÐ JARÐABERJUM OG BÖNUNUM

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Hvað er betra en að byrja daginn á góðum og orkuríkum þeytingi (boozt)? Þessi er með jarðarberjum og bönunum en það er blanda sem klikkar seint. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og börnin mín elska þetta! Hnetusmjörið og döðlurnar gera drykkinn svo sérlega góðan. Ef þið viljið hafa drykkinn extra frosinn þá er gott að frysta banana (ég geri það nánast alltaf) og nota í þeytinginn. Mér finnst líka gott að setja frosin hindber eða mangó í staðinn fyrir jarðaberin.

Fyrir einn
2 dl frosin jarðarber
1/2-1 banani
3 dl möndlumjólk
1 msk chia fræ
1 msk hnetusmjör
3 döðlur
Aðferð:
  1. Byrjið á því að leggja chia fræin í bleiti. Ég set 1/2 dl af möndlumjólk og læt standa í nokkrar mínútur.
  2. Setjið allt hráefnið í blandara, blandið vel saman og hellið í glas.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PARMESAN KJÚKLINGUR

Skrifa Innlegg