fbpx

BANANA MUFFINS

EFTIRRÉTTIR & KÖKURMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Á svona rigningar frídögum er ljúft að baka og þessar banana muffins klikka ekki. Svo gómsætar muffins með bönunum, kanil, haframjöli, súkkulaði og fleira góðu. Tekur enga stund að skella í þessar og börnunum finnst þetta mjög gott.

Uppskrift gerir 12 muffins
100 g smjör, brætt
1/2 dl hunang
2 tsk vanilludropar
2 egg
3 þroskaðir bananar, stappaðir
1/2 dl mjólk
1 dl haframjöl
3 dl fínt spelt
1/2 tsk kanill
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
150 g suðusúkkulaði

Crumble
3 msk kalt smjör
2 dl haframjöl
2 msk fínt spelt

Aðferð

  1. Skerið súkkulaðið í litla bita og stappið banana.
  2. Blandið saman bræddu smjöri, hunangi og vanilludropum.
  3. Bætið svo saman við eggjum, bönunum og mjólk.
  4. Því næst hrærið haframjöli, spelti, kanil, lyftidufti og matarsóda saman við.
  5. Bætið súkkulaðinu varlega saman við allt.
  6. Dreifið deiginu í 12 muffinsform.
  7. Notið hendurnar í það að blanda saman í crumble, kalt smjör, haframjöl og spelt.
  8. Dreifið crumble blöndunni jafnt yfir muffins deigið og bakið í ofni í 20 mínútur við 180°C á blæstri. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru fullbakaðar og svo bara að njóta! 

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PASTA MEÐ MOZZARELLA, TÓMÖTUM & KJÚKLINGI

Skrifa Innlegg