Á svona rigningar frídögum er ljúft að baka og þessar banana muffins klikka ekki. Svo gómsætar muffins með bönunum, kanil, haframjöli, súkkulaði og fleira góðu. Tekur enga stund að skella í þessar og börnunum finnst þetta mjög gott.
Uppskrift gerir 12 muffins
100 g smjör, brætt
1/2 dl hunang
2 tsk vanilludropar
2 egg
3 þroskaðir bananar, stappaðir
1/2 dl mjólk
1 dl haframjöl
3 dl fínt spelt
1/2 tsk kanill
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
150 g suðusúkkulaði
Crumble
3 msk kalt smjör
2 dl haframjöl
2 msk fínt spelt
Aðferð
- Skerið súkkulaðið í litla bita og stappið banana.
- Blandið saman bræddu smjöri, hunangi og vanilludropum.
- Bætið svo saman við eggjum, bönunum og mjólk.
- Því næst hrærið haframjöli, spelti, kanil, lyftidufti og matarsóda saman við.
- Bætið súkkulaðinu varlega saman við allt.
- Dreifið deiginu í 12 muffinsform.
- Notið hendurnar í það að blanda saman í crumble, kalt smjör, haframjöl og spelt.
- Dreifið crumble blöndunni jafnt yfir muffins deigið og bakið í ofni í 20 mínútur við 180°C á blæstri. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru fullbakaðar og svo bara að njóta! ♥
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg