fbpx

MAKEUP MOOD: september.edition

MAKEUP MOOD

HI!

Það er komið að makeup mood-i mánaðarins. Við erum ekki að trúa því að það sé kominn september, tíminn líður svoooo hratt!
Í þessum lið tökum við saman helstu lúkkin sem við erum að fýla í hverjum mánuði.

Dökkrauðar varir

Þegar fer að hausta leitum við ósjálfrátt í dekkri tóna á varirnar. Við erum að fýla dökkrauða varaliti í haust og einna helst þá sem eru með brúnan undirtón.

Þunnur eyeliner

Við þökkum Tik-Tok fyrir þetta trend eins og svo mörg önnur. Þykki instagram eyelinerinn fær að víkja fyrir þeim örþunna. Fallegt er að nota brúnan eyeliner til að ná fram enn látlausara looki. Við erum að elska þetta!

Áberandi augu

Látlaus og „bare“ augu einkenndu sumarið en með komu haustsins erum við á leiðinni í ýktari mótun með augnskugganum og dramatískari augnförðun.

Ljómandi húð með fallegri skyggingu

Engar áhyggjur, ljómandi húð er sannarlega ekki á leiðinni úr tísku! Við munum líklegast aldrei fá leið á ljómandi húð en ætlum að bæta aðeins á skygginguna þegar líða fer að hausti. Við erum að fýla hvað dökkur ljómalitur er notaður fyrir neðan kinnbeinin til að skyggja þau.

Dökk augnförðun

Smokey-september! Drögum fram dökku litina og smókum okkur í gegnum september. Við erum að elska fjólutóna í bland við brúna fyrir smokey förðun. Prófið að setja brúnan eða fjólubláan í vatnslínuna til að taka lúkkið upp á annað level.

Þangað til næst!

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

 

HYDRO DELUXE + HOLLYWOOD GLOW

Skrifa Innlegg