fbpx

HEITUSTU HÁRSTÍLAR SUMARSINS

HÁR

HI !
Okkur þykir oft erfitt að breyta til þegar kemur að hárinu en það er svo ótrúlega gaman að prófa eitthvað nýtt. Við tókum saman nokkrar hárstíliseringar sem við erum að elska fyrir sumarið 
og reyndar allar hinar árstíðirnar líka.

BEACH WAVES

Fyrst er að nefna mjúkar beach waves eða látlausar krullur sem líta út eins og þú sért nýkomin af ströndinni. Hægt er að ná þessu „looki“ með ýmsum járnum en lykillinn hér er að hafa efsta og neðsta part hársins slétta. Einnig er hægt að sofa með hárið í fléttu og spreyja saltspreyi til að gefa hárinu auka „texture“.

MERMAID WAVES

Ýktar mermaid waves hafa verið vinsælar. Hægt er að ná „lookinu“ með járni sem heitir mermade hair eða stóru bylgjujárni. Við mælum með að hrista krullurnar vel og spreyja þær með texture spreyi til að fá látlausara og meira töff útlit.

SLEEK BUN

Greiddu hárið niður og hentu í einfaldan snúð. Hægt er að skipta hárinu í miðju, gera lágt tagl og snúa síðan uppá. Til að fullkomna snúðinn og láta hann líta út fyrir að vera „effortless“ er tilvalið að nota scrunchie eða þykka teygju til að halda snúðnum.

 


KLEMMUR

Hárklemmur hafa verið mjög áberandi, auðveld uppsetning á hárinu og ótrúlega töff. Þetta er „the ultimate“ látlausa hárstílisering, hægt er að henda hárinu upp með klemmu hvernig sem þú fýlar. Auðveldara gerist það ekki, við erum að elska stórar klemmur í sumar.

SPENNUR

Spennutískan er komin á fulla ferð aftur og það má segja að spennur verði heitasti fylgihluturinn í sumar. Það eru til allskonar skemmtilegar spennur og hægt er að nota þær á ótal vegu t.d. er hægt að spenna hárið „sleek“ niður eða nota til að lífga uppá „messy“ snúða og tögl. 

FLÉTTUR

Við erum að dýrka litlar fléttur. Töff er að gera tvær fléttur sitthvoru megin við skiptinguna þína og í staðin fyrir að nota teygju, túberaðu aðeins endann þannig fléttan renni ekki úr en helst látlaus og „messy“.

 

 

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty - Dísa Péturs

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1