fbpx

ARTISTINN OG STJARNAN vol. 1 – JLO OG SCOTT BARNES

ARTISTINN&STJARNANFÖRÐUNINSPO

HI !
Við þekkjum öll Jennifer Lopez. Hún er einfaldlega skilgreiningin á súperstjörnu. Hún er a triple threat eins og maður kallar það en hún getur sungið, leikið og dansað og skarar hún fram úr á öllum sviðum.

Í dag ætlum við að leggja hæfileika hennar og hana sem listamann til hliðar og fókusa á förðunarstílinn sem hún og förðunarfræðingurinn hennar, Scott Barnes hafa mótað í gegnum árin.

Í þessum nýja lið ætlum við nefninlega að taka fyrir stjörnur og förðunarfræðinga sem hafa unnið saman í fjölda ára og taka saman helstu einkenni þeirra og frægustu „lookin“ sem þau hafa skapað.

Scott Barnes og JLo hafa unnið saman í yfir 20 ár og er hann maðurinn á bakvið „The JLO GLOW’“.

Það sem við elskum mest við förðunarstílinn hans er að hann passar alltaf uppá að JLO sé frískleg, hún er alltaf eins og hún sé nýkomin af sólarströnd og þrátt fyrir að vera með ótrúlega mikið magn af förðunarvörum framan í sér, þá sést það alls ekki alltaf.

Scott Barnes er orðinn hálfgerð goðsögn í förðunarbransanum en þar hefur hann unnið á hæsta leveli í um það bil 30 ár. Hann segist sjálfur sérhæfa sig í förðun sem lítur vel út á myndum og myndböndum (on camera) en þannig förðun getur verið smá extreme fyrir dagsdaglega notkun eða augnlit til augnlits. Barnes hefur farðað fyrir rúmlega 250 tónlistarvideo og yfir 450 forsíðumyndatökur. Ásamt því hefur hann gefið út 2 bækur og stofnað sitt eigið förðunarmerki.

Hér ætlum við að taka saman þá hluti sem eru einkennandi í þeirra samvinnu.

HIGHLIGHT & CONTOUR

Jennifer Lopez er oftar en ekki í sviðsljósinu og/eða á rauða dreglinum. Það er stöðugt verið að taka myndir af henni og þá aðallega í mjög sterku ljósi. Það sem Barnes passar vel uppá er að birta vel upp svæðið undir augunum á henni, milli augabrúna, á miðju enninu og hökunni á henni. Jlo er síðan allaf með vel af skyggingarlit hjá hárlínunni, undir kinnbeinum og fyrir neðan kjálkann.

VARIR

Jennifer er drottning nude vara. Hún skartar oftar en ekki ferskjulituðum nude tón á varirnar. Það sem aðgreinir mótun varanna hjá J-LO er að Barnes skyggir varirnar með kremkenndum skyggingarlit áður en hann setur varablýant og varalit. Hann gerir þetta svo hann þurfi ekki að yfirlína varirnar á henni of mikið og þetta gefur náttúrulegra útlit en á sama tíma lætur varirnar virðast þrýstnari.

BODY

Það sem við elskum hvað mest við samvinnu Barnes & J-LO er að líkaminn gleymist aldrei !
J-LO er alltaf geislandi frá toppi til táar hvort sem það er highlight á bringu og axlir eða highlight og contour á lappir. Barnes gerði allt vitlaust þegar hann leysti frá skjóðuna um hvaða vörur hann notaði á bringuna á J-LO. Best geymda leyndarmál Barnes var nefninlega sólarvörn í sprayformi !

Hér að neðan eru nokkur af stórum mómentum þar sem Scott Barnes hefur gert J-Lo óaðfinnanlega.

ÓSKARINN 2019

SUPERBOWL 2020

MET GALA

TÓNLISTARVIDEO & KVIKMYNDIR

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

OKKAR UPPÁHALDS RAKAMASKAR

Skrifa Innlegg