fbpx

ÞRJÚ, BRÁÐUM FJÖGUR ♡

LÍFIÐMÖMMULÍFIÐPERSÓNULEGT

Þrjú, bráðum fjögur. ♡ Mig langaði að deila því með ykkur að litla fjölskyldan mín stækkar. Ó hvað við erum spennt fyrir nýjum fjölskyldumeðlim sem er væntanlegur í október. Ég er gengin rúma fjóra mánuði á leið og munu þessar fyrstu vikur meðgöngunnar alltaf koma til með að vera eftirminnilegar, á hápunkti heimsfaraldurs. Þessar vikur hafa verið örlítið sérstakar með töluvert meiri inniveru en góðu hófi gegnir, full mikið af ógleði og þreytumörk sem náð hafa nýjum hæðum. Allt verður það þess virði í október þegar við fáum litla krílið í hendurnar í október. Við erum ólýsanlega þakklát fyrir að vera þeirrar gæfu njótandi. ♡

Ég get ekki beðið eftir því að sjá þessa litlu mús í hlutverki stóru systur. Hún er svo spennt og kíkir reglulega á mallann á mömmu til að athuga með litla barnið. Við erum ótrúlega lánsöm og ég hlakka til að koma með nýjan mömmuvinkil á ný hingað á bloggið. Þessi litli bumbubúi er einnig ástæðan fyrir fjarveru minni á blogginu undanfarið en heilsan hefur ekki verið nógu góð hingað til. Ég er öll að koma til og hlakka til að deila þessu nýja ævintýri með ykkur. ♡ Tveggja barna móðir, þaaað er fullorðins haha – og svo stórkostlegt.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

FORSTOFAN Í NÝRRI MYND

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Svana

  4. May 2020

  Enn og aftur til hamingju elsku Fanney ❤ Svo yndislegt!

  • Fanney Ingvarsdóttir

   4. May 2020

   Takk elsku besta Svana <3

 2. Elísabet

  4. May 2020

  Til hamingju !! ♥️♥️♥️♥️