fbpx

FORSTOFAN Í NÝRRI MYND

FORSTOFANHEIMILIÐHÚSGÖGNINNBLÁSTURNEW IN

Góðan daginn kæru lesendur! Forstofan okkar er rými sem að við höfum frá upphafi verið rosalega óákveðin með. Við höfum haft ýmsar hugmyndir í huga, prófað ótal margt – fært hluti til og frá en aldrei verið fullkomnlega sátt. Forstofan okkar er ca 4 metra langur gangur með forstofuskáp – einhverjir hér muna eftir því að við lökkuðum innanverða útidyrahurðina og forstofuskápinn í svörtu möttu lakki sem breytti henni strax til hins betra. Hvernig við ættum svo að útfæra hana hefur aðeins verið að væflast fyrir okkur.

Ég get loksins sagt að það sé komin lending í forstofuna. Eftir miklar pælingar og breytingar fram og til baka er niðurstaðan stílhrein forstofa með fáum hlutum sem þrengja ekki ganginn. Við fjárfestum í nýjum speglum frá íslenska fyrirtækinu Vigt, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Speglarnir fá að njóta sín en þeir eru einstök mubbla út af fyrir sig. Við sáum þá fyrir ekki svo löngu og hugsuðum bæði, þetta er málið í forstofuna! Speglarnir eru nýir hjá Vigt en ég hef haft ótrúlega gaman af því að fylgjast með þessu frábæra fjölskyldufyrirtæki, sem staðsett er í Grindavík stækka undanfarin ár. Þegar við fluttum þá keyptum við okkur hringborð í eldhúsið frá Vigt sem mig hafði dreymt um að eignast lengi. Ég gæti ekki mælt meira með að gera sér góðan bíltúr til Grindavíkur og kíkja í heimsókn. Ég elska að fylgjast með fallegum íslenskum fyrirtækjum gera góða hluti og finnst gaman að mæla með slíku. Sérstaklega svona fjölskyldufyrirtækjum. Fíni Hang it all, Vitra snaginn okkar frá Eames úr Pennanum fékk að halda sínum stað en hann höfum við átt í nokkur ár og er frá tímum Barmahlíðarinnar. Fyrir rúmum mánuði keypti ég fallegan renning frá Kara Rugs sem ég keypti upprunalega til að hafa í eldhúsinu. Eftir að speglarnir fóru upp prófuðum við að færa renninginn í forstofuna og þá var ekki aftur snúið. Við erum ótrúlega ánægð með þetta stílhreina útlit forstofunnar og svona mun hún koma til með að líta út, í óákveðinn tíma allavega haha.

Ég fékk strax fyrirspurnir eftir að ég birti myndir á Instagram af forstofunni út í speglana, en til að forðast misskilning að þá er þetta ekki einn spegill. Það skemmtilega við þessa spegla er að maður getur alfarið ráðið uppröðun þeirra eftir eigin hentisemi. Þetta eru semsagt þrjár einingar. Einingarnar koma í tveimur stærðum og getur maður keypt eina, tvær, þrjár eða fleiri einingar og raðað þeim eins og maður vill. Við keyptum okkur þrjár, tvær 25 cm og þriðju í 40 cm og erum vægast sagt himinlifandi með útkomuna.

Ég er ofsalega glöð að vera loksins orðin fullkomnlega ánægð með forstofuna. Stílhreint og látlaust og ekkert sem þrengir ganginn.

Þangað til næst og eigið ljúfa helgi,

Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

HEIMABRÖNS

Skrifa Innlegg