fbpx

HEIMABRÖNS

HEIMILIÐHELGININNBLÁSTURLÍFIÐPERSÓNULEGT

Ég hef ekki lagt það í vana minn að setja inn færslur tengda mat. Einhverntímann er allt fyrst og hér er frumraun mín í slíkri færslu haha. Við fjölskyldan reynum alltaf að brjóta upp helgarnar með því að gera vel við okkar með góðum bröns, oftast er hann heima fyrir en oft gerum við okkur líka glaðan dag, förum út og fáum okkur góðan hádegismat. Síðasti sunnudagur var engin undantekning. Ég skellti í fljótlegan en afar ljúffengan morgunmat/bröns fyrir okkur og fyrir vikið varð dagurinn strax betri. Ég mæli eindregið með þessu í allri inniverunni sem við stöndum í um þessar mundir. Bara það að gera skemmtilegan, fallegan, öðruvísi og ljúffengan mat í hádeginu er maður strax búin að brjóta vel upp á daginn og gera vel við sig með þeim hætti. Það þarf alls ekki að vera flókið.

Svona leit heimabrönsinn út í þetta skiptið. Pönnukökurnar eru nánast allar helgar á okkar borðum í hádeginu, en þetta er uppskrift sem ég kynnti fyrir Teiti fljótlega eftir að við byrjuðum saman og hefur verið gerð grilljón sinnum síðan þá. Uppskriftin er byggð á uppskrift sem við vinkonurnar vorum oft að leika okkur að gera þegar við vorum eflaust í um 7. bekk.

Undirstaðan í þessum afar einföldu pönnukökum er:

  • 3 egg
  • 1 banani
  • Dass af haframjöli

Svo í seinni tíð hef ég bætt hinu ýmsu út í og ásamt hráefnunum hér fyrir ofan vinn ég oftast með:

  • Dass af hörfræum
  • Dass af hampfræum
  • 1 tsk vanilludropar
  • Smá af haframjólk til að þynna, ef ég á hana ekki til þá bara venjulega mjólk

Hráefnin set ég öll í blender og steiki svo pönnukökurnar á pönnu upp úr kókosolíu. 100% hægt að steikja upp úr venjulegri steikingarolíu líka en ég hef alltaf vanið mig á kókosolíuna með þessa tilteknu uppskrift. Svo hitaði ég crossaint og á þau fór súkkulaði sem vöktu mikla lukku, sérstaklega þá hjá þeirri yngstu. Einnig setti ég laktósa fría jarðaberja AB mjólk í glös, yfir það setti ég múslí og bláber. Allt þetta sló rækilega í gegn á mínu heimili. Ég mæli eindregið með því að gera vel við sig á dögum sem þessum. Það þarf heldur alls ekki að vera helgi til að gera vel við sig, þetta má gera á hverjum degi þess vegna! Svo er líka gaman að undirbúa slíkan bröns í sameiningu með fjölskyldunni. Skemmtileg afþreying.

Fanney matarbloggari kveður í bili!

Xxx
Fanney

Instagram: fanneyingvars

NYC (& SMÁ PÆLINGAR)

Skrifa Innlegg