fbpx

NYC (& SMÁ PÆLINGAR)

FERÐALÖGINNBLÁSTUROUTFITPERSÓNULEGT

Góðan daginn úr Garðabænum á þessum skrítnu tímum. Ég vona að allir hafi það sem allra best og haldi sig heima eins og kostur er, reyni að sjá fegurðina í hversdagsleikanum eftir bestu getu og njóti þess að eyða tíma með sínum nánustu. Þetta eru skrítnir tímar og ég vona að við komumst öll sem best frá þessu. Ég held að þetta sé gott próf fyrir okkur öll til að einmitt læra betur að sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Það er eitthvað sem ég er alltaf með á bakvið eyrað og reyni að minna mig á. Það er kúnst og svo magnað þegar manni raunverulega tekst það. Ekki misskilja mig, ég er þakklátasta kona í heimi fyrir allt mitt og það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. En það að geta notið stundarinnar án þess að vera með símann stöðugt á lofti, og geta notið hins raunverulega hversdagsleika án þess að sækja stöðugt í afþreyinguna í símanum er mikil gjöf á þessum tíma sem við lifum á og eitthvað sem ég er alltaf að æfa sjálfa mig í. Ég setti mér ekki áramótaheit – en ég man að ég las þessa setningu einhverntímann í desember, “að sjá fegurðina í hversdagsleikanum”, og hún sat einhvern veginn föst í mér og ég hugsaði að ég ætlaði að tileinka mér það á nýja árinu. Það getur verið kúnst sérstaklega þegar maður hálf partinn starfar á samfélagsmiðlum og á bloggi að kunna að aðskilja það frá lífinu á réttum tímum. Ég er alls ekki fullkomin í þessu og á langt í land en ég hef verið að æfa mig og tekið mig á. Það skiptir öllu. Þetta er eflaust mjög djúpt en þegar maður spáir í þessari setningu er svo mikið í hana spunið sem að hreyfði við mér. Mig langaði að deila þessu með ykkur sérstaklega í ljósi aðstæðna sem við, og heimurinn allur gengur í gegnum. <3

_______________________________________________________________________

Annars úr þessum djúpu pælingum og yfir í allt annað og töluvert léttari tóna…

Ég og litla systir mín, Anna Guðný, skelltum okkur saman í smá stopp til New York í síðustu viku. Það var sérstaklega gaman hjá okkur og dásamlegt að hafa hana með. Hún var að koma í fyrsta sinn til New York og mér þótti alls ekki leiðinlegt að fá að sýna henni uppáhalds borgina mína og þótti henni það ekki síður skemmtilegt. Eftir klukkustundaflug á leiðinni heim til Íslands barst út sú frétt afar hratt um vélina alla að herra Trump hefði lokað Bandaríkjunum… enn og aftur, afar sérstakir tímar!

 Kápa: 2nd Day / GK Reykjavik
Bolur: H&M
Buxur: American Apparel (ég fæ alltaf endalaust af fyrirspurnum út í þessar buxur – ég keypti þær árið 2012, einmitt í New York og eru þær því orðnar 8 ára gamlar! Ekki lengur fáanlegar því miður).
Skór: Dr. Martens Jadon / GS skór
Taska: Hvisk / Húrra Reykjavík   Fallegi dagur. Við fórum upp í Top of the rock í Rockafeller Center fyrir þetta útsýni. Ég mæli eindregið með því.  Skyrta: H&M
Buxur: Zara
Skór: Dr. Martens Jadon / GS Skór
Taska: Hvisk / Húrra Reykjavík

Takk fyrir frábæra ferð elsku systir. <3

Bless í bili og enn og aftur sendi ég hugheilar kveðjur til allra – hugsið vel um ykkur sjálf og fólkið sem ykkur stendur næst á þessum stórskrítnu tímum. Við erum öll í þessu saman!

Góða helgi xxx

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

HEIMILIÐ MITT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur Sif

    23. March 2020

    <3 <3