fbpx

HEIMILIÐ MITT

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐHÚSGÖGNINNBLÁSTURPERSÓNULEGTSAMSTARFSVEFNHERBERGIÐ

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Slippfélagið.

Gleðilegan mánudag. Mig langaði að bjóða ykkur í smá “heimsókn” heim til mín, en tilgangur færslunnar er einnig til að segja ykkur frá litapallettunni sem við völdum okkur inn á heimilið okkar. Ég hef leyft ykkur að fylgjast aðeins með framkvæmdunum sem stóðu hvað hæst yfir á síðasta ári. Það mesta er yfirstaðið sem betur fer og tilfinningin er dásamleg. Íbúðin okkar er loksins farin að líta út eins og við sáum hana fyrir okkur frá upphafi. Endalaus vinna að baki, vinna sem kostaði dass af þolinmæði og þrautseigju en svo sannarlega þess virði þegar útkoman leit dagsins ljós. Við eigum að vísu eftir að fara í allsherjar breytingar inni á baðherbergi, það verður farið í það eftir góða pásu og þegar buddan leyfir. Þvottahúsið þarf einnig betra skipulag sem við stefnum á hvað úr hverju og svo hlakka ég mikið til að taka pallinn okkar í gegn í sumar. Eins er á stefnuskránni að endurnýja alla tengla í íbúðinni. Já, og ég sem var byrjuð að segja að framkvæmdum væri að mestu lokið en hinsvegar tókst mér að nefna ansi stór verkefni sem bíða eftir að við göngum í. Haha!

Það sem við erum búin að gera er:

  • Við erum búin að lakka eldhús- og baðherbergisinnréttingu, alla fataskápa, forstofuskáp, allar hurðir í íbúðinni sem og innanverða útidyrahurð, allt lakkað í sama lit.
  • Við létum húða allar höldur íbúðarinnar í svörtum möttum lit. Þ.e. höldur á fataskápum og innréttingum. Það létum við gera í Pólýhúðun í Kópavogi.
  • Við máluðum alla veggi í íbúðinni og máluðum öll loft sem og gólflista í sama lit í hverju rými. Ég er svo ánægð með þá ákvörðun og mæli innilega með því. Að mínu mati lengir það veggina og virðist hærra til lofts.
  • Við létum pússa parketið vel niður og losuðum okkur við gula glans litinn. Við létum svo lakka yfir í glæru, alveg möttu lakki.
  • Við skiptum svo einnig um ljós í allri íbúðinni sem að mér finnst setja stórkostlegan svip á heildarmyndina. Það kom mér verulega á óvart hvað það var mikilvægur þáttur en falleg ljós í alrými og auðvitað rétt lýsing skipta sköpum. Öll ljósin okkar eru úr Pfaff á Grensásvegi.
  • Við settum nýjar gardínur í alla glugga en við erum með off white Voal í öllum gluggum ásamt ‘sunscreen’ rúllugardínum frá Álnabæ. Íbúðin væri einfaldlega ekki eins án gardínanna, ég er vægast sagt mjög lukkuleg með þær!

_______________________________________________

ALRÝMI:

Í öllu alrýminu völdum við litinn Volgur frá Slippfélaginu. Við erum ótrúlega ánægð með hann og finnst mér hann vera hinn fullkomni litur fyrir alrými. Líkt og ég nefndi hér að ofan þá máluðum við einnig loftin og listana með Volgum sem mér finnst gera allt! Hurðir og skápa lökkuðum við svo svart, alveg matt en í það notuðum við umhverfisvottað og lyktarlaust lakk frá Slippfélaginu.

________________________________________________________________

ELDHÚS:

Í eldhúsinu erum við einnig með Volgur frá Slippfélaginu á veggjum og eins lökkuðum við innréttinguna með svörtu, möttu lakki frá Slippfélaginu. Allt annað líf og ég er svo ánægð með að hafa bókstaflega getað nýtt allt sem var fyrir. Í stað þess að rífa innréttinguna út og kaupa nýja gátum við notað þessa veglegu Brúnás innréttingu með því að lakka hana og húða höldurnar. Útkoman er eins og við höfum fjárfest í nýju eldhúsi! Þetta sama gerðum við einnig við baðherbergisinnréttinguna, sem og alla fataskápa og hurðir í íbúðinni. Stórkostleg breyting og það bara með því að lakka!

_____________________________________________________________

HJÓNAHERBERGI:

Í hjónaherberginu erum við með fallega litinn Blágrýti frá Slippfélaginu og sem fyrr, er fataskápurinn lakkaður líkt og ég lýsti hér að ofan. Mér finnst Blágrýti æðislega fallegur litur sem breytist mikið eftir birtustigi. Hann er ótrúlega notalegur og er fyrir mitt leiti, tilvalinn inn í hjónaherbergið. Ég fýla ótrúlega þetta dökka yfirbragð – hér sofum við vægast sagt vel!

____________________________________________________________

AUKA HERBERGI:

Í auka herbergjunum báðum erum við með litinn Stilltur frá Slippfélaginu. Hann er töluvert ljósari en Volgur, sá sem við erum með í alrýminu og er ótrúlega fallegur ljósgrár litur. Stilltur er einnig litur sem myndi klárlega sóma sér vel í alrými að mínu mati – fyrir þá sem vilja hafa lit en þora/vilja ekki fara of dökkt.

__________________________________________________________________

Hér eru nokkrar FYRIR myndir í bland af íbúðinni þegar við fengum afhent. Bara til gamans svo þið áttið ykkur betur á muninum.

__________________________________________________________________

Ég er ótrúlega ánægð með litavalið inni á heimilinu okkar en málning er svo stór partur af heildarmynd heimilisins. Í okkar tilfelli var það nánast bara málning og lakk sem breytti íbúðinni þetta mikið! Ég fæ alltaf fyrirspurnir út í hvaða liti við erum með á veggjum þegar ég birti myndir af heimilinu mínu á samfélagsmiðlum svo það stóð alltaf til að gera “litapallettu-færslu” sem ég get alltaf nálgast. Ég er ótrúlega stolt af því hvernig heimilið okkar lítur út í dag þó ég segi sjálf frá. Mjög stolt af breytingunni þ.e.a.s. en við nýttum nánast allt – þó að okkur hafi langað að breyta nánast öllu. Það er nefnilega hægt að gera stórkostlegar breytingar án þess að henda öllu út og kaupa allt nýtt inn. Það er auðvitað matsatriði hverju sinni en í okkar tilfelli var þetta möguleiki sem ég sá strax og er svo ánægð að það hafi tekist. Ég er líka svo stolt af því að allt gerðum við sjálf, mikil þolinmæðisvinna en svo sérstaklega mikið þess virði þegar útkoman leit dagsins ljós.

Ég gerði sérstaka færslu fyrir ári síðan þar sem ég útskýri skref fyrir skref aðferðina um hvernig við lökkuðum innréttingar, bað, hurðir og fataskápa. Allt fór í sama ferli og fyrir ykkur sem viljið vita meira bendi ég ykkur á að smella HÉR.

Mig langar að gera stutta samantekt hér í lokin á litunum heima.
Alrými: Volgur
Hjónaherbergi: Blágrýti
Auka herbergi: Stilltur
Eldhús- og baðherbergisinnrétting, hurðir og fataskápar: Umhverfisvottað svart matt lakk.
Allt frá Slippfélaginu.

Takk fyrir að lesa, í von um að þetta gagnist ykkur og gefi jafnvel 1-2 hugmyndir. Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að skilja eftir athugasemd hér og ég reyni að svara fljótt. Xx

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

SVEITASÆLAN

Skrifa Innlegg