Við litla fjölskyldan skelltum okkur upp í sumarbústað um helgina. Einhvernveginn hefur verið nóg um að vera það sem af er ári og var ég farin að þrá nauðsynlega að skipta um umhverfi og slaka á með mínu fólki. Engar áhyggjur, bara ferskt sveitaloftið og fólkið sem ég elska hvað mest. Sérstaklega eftir erfiða ársbyrjun er nauðsynlegt að geta kúpplað sig út. Ó hvað helgin okkar var notaleg, svo notaleg að mig langaði helst ekkert að keyra aftur í bæinn í gær. Við vorum ótrúlega heppin með veður í þokkabót en helginni var mikið varið í góða og langa göngutúra. Ég þurfti svo sannarlega á þessu að halda!
Ég fékk margar spurningar út í heitin á útifatnaðinum okkar Teits um helgina. Úlpurnar okkar eru Jökla Parka en við keyptum okkur þær bæði fyrir 3-4 árum síðan. Ég er í svarta litnum en Teitur í dökkbláa. Útivistarbuxurnar mínar heita ‘Vatnajökull’ en Teits ‘Snæfell’. Ég var einnig spurð að því hvort að mínar buxur væru svokallaðar “utan yfir” buxur, ég hef notað þær á báða vegu. Ég er oftast í íþróttabuxum undir en líka hægt að nota þær einar og sér þegar hlýrra er í veðri. Frá 66 Norður. Xx
Endum þetta á þessum guðdómlegu gleðisprengju myndum. <3
Dásamleg helgi. <3
Þangað til næst,
Fanney Xxx
Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg