fbpx

DRAUMA RÚMGAFLINN

GÁ HÚSGÖGNHEIMILIÐHÚSGÖGNINNBLÁSTURSAMSTARFSVEFNHERBERGIÐ

Þessi færsla er unnin í samstarfi við GÁ húsgögn.

Ég hef lengi verið á leiðinni að deila með ykkur rúmgaflinum í svefnherberginu okkar. Ég var búin að láta mig dreyma um þennan tiltekna rúmgafl í eflaust 3 ár ca. en ég sá hann fyrst hjá Söru Dögg, innanhúsráðgjafa og fagurkera. Á þeim tíma bjuggum við í Barmahlíðinni og svefnherbergið okkar lá þannig að rúmið var undir glugga, og því ómögulegt að vera með rúmgafl – þó að allar mögulegar leiðir hefðu verið kannaðar! Svo mikið langaði mig að eignast hann. Þegar við keyptum nýju íbúðina okkar var það því að sjálfsögðu alltaf á dagskránni að fjárfesta í drauma rúmgaflinum. Það var ýmislegt sem að mætti forgangi hér heima því það voru framkvæmdir sem og önnur húsgögn sem lá meira á að fjárfesta í – biðin var algjörlega þess virði en í september í fyrra varð hann loksins okkar og breytti hjónaherberginu í svítu að mínu mati. Það er magnað hvað rúmgafl gerir mikið fyrir heildar myndina en hann er algjörlega punkturinn yfir i-ið í svefnherberginu. Hann býr til þessa svokölluðu hótel-stemningu, svo hlýlegt og notalegt. Svefnherbergið er einmitt staðurinn sem ætti ekki að mæta afgangi, því þar er hvað mestum tíma varið. Ekki síður mikilvægt að líða vel og hafa fallegt í kringum sig í svefnherberginu.

Rúmgaflinn okkar var þó með smávægilegum detail breytingum frá þeim upprunalega, en gaflinn er frá GÁ húsgögn. Kostirnir við gaflinn að mínu mati, fyrir utan hvað hann er fallegur er t.d. þykktin á honum, en þó að rúmgaflinn virki massívur er hann aðeins um 6 cm á þykkt sem mér finnst frábært, þá tekur hann alls ekki mikið pláss. Einnig er hann festur á vegginn svo hver og einn ræður hæðinni. Mér finnst líka algjör bónus að þegar dóttir mín kemur upp í að þá á hún ekki á hættu að reka höfuðið í harðan vegginn, sem á auðvitað við um alla mjúka rúmgafla. Þeir hjá GÁ smíða rúmgaflana eftir óskum en rúmið okkar er 200×200 cm, það tók um 3 vikur eftir að gengið var frá pöntun og þar til hann var kominn upp á vegg heima. Ég er svo ólýsanlega ánægð með hann að það hálfa væri hellingur. Ég ætla alls ekki að spara nein orð þar. Ég ætla að bjóða ykkur í smá heimsókn inn í svefnherbergið okkar sem ég hef notið þess að nostra við síðan við fluttum inn.

     Mig langaði að leyfa fyrir og eftir myndum að fylgja með, þ.e. með og án rúmgaflsins. Mér þykir svolítið magnað að sjá hversu miklu munar um hann.

 Þessa mynd tók ég í janúar fyrir ári, mánuði eftir að við fluttum inn.   September í fyrra þegar rúmgaflinn var kominn.    Hér eru myndir sem ég tók svo í desember – í samstarfi við verslunina Bast í Kringlunni fyrir jólin. Rúmteppið, rúmföt og koddar eru frá danska hágæða merkinu Södahl. Södahl fæst sumsé í Bast og var ég með gjafaleik með þeim fyrir jólin þar sem einn heppinn gat unnið þessar dásamlegu vörur og meira til. Ó hvað það munar að sofa með slík hágæða rúmföt – ég gæti ekki mælt meira með þessu dásamlega merki en úrvalið er stórkostlegt. Ég mæli með að gera sér ferð í Bast og kynnast merkinu betur. Ég segi aftur, svefnherbergið er staðurinn sem maður má leyfa sér að nostra við.   Hér eru svo myndir sem ég tók núna í janúar eftir að við hengdum loksins upp myndir á veggina. Ég er ofboðslega ánægð með svefnherbergið okkar þó ég segi sjálf frá og hér líður okkur dásamlega.

Þið sem hafið áhuga á að vita meira um fallega rúmgaflinn – bendi ég á að hafa samband beint við GÁ húsgögn.

Takk kærlega fyrir að lesa og vonandi gaf þetta ykkur 1-2  hugmyndir fyrir svefnherbergið.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

HELGIN

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    5. February 2020

    Ótrúlega fallegt! Gerir allt fyrir svefnherbergið:)
    Þetta er aldeilis á to do listanum mínum, algjör draumur!

    • Fanney Ingvarsdóttir

      5. February 2020

      Takk elsku Svana! <3 Já ég mæli sannarlega með því – gaflinn gerir svo stórkostlega hluti. Stemningin verður svo hlýleg og notaleg <3

  2. Ellen Björg

    6. February 2020

    Hvaðan eru þessi fínu náttborð? :)

    • Fanney Ingvarsdóttir

      6. February 2020

      Þau eru úr IKEA. :)

  3. Hólmfríður

    7. February 2020

    Mjög notalegt! Hvaða lit ertu með á veggjunum? Kemur vel út.

    • Fanney Ingvarsdóttir

      7. February 2020

      Takk fyrir kærlega. Þetta er liturinn Blágrýti frá Slippfélaginu. :)

  4. Birta María

    10. September 2020

    Hvað kostaði að láta smíða svona?