fbpx

SNEAKERS OF THE DAY –

Ég held að skófíkillinn sem býr innra með mér eldist seint af mér. Ég starfaði lengi sem verslunarstjóri í GS skóm þar sem ég held að ást mín á skóm hafi byrjað almennilega fyrst! Núna í seinni tíð hefur strigaskó-tískan náð að heilla mig, líkt og flesta aðra, en ég á orðið ansi gott safn af strigaskóm. Ég fæ aldrei leið á þeim og dýrka hvað þeir ganga bæði fínt og hversdags. Ég var mætt á dyrnar í morgun hjá Húrra Reykjavík þegar verslunin opnaði þar sem ég vissi að von væri á Adidas Originals YUNG-1 skónum í hvítum/beige lit. Ég hafði haft augastað á þeim þegar þeir komu fyrst fyrr í sumar. Þá komu þeir rauðir og hvítir en voru því miður uppseldir þegar ég fór á stjá. Ég fjárfesti í þeim í morgun og er afar lukkuleg með nýja skóparið, líka sérstaklega skemmtilegt því mig hefur lengi langað í þá! Ég elska lúkkið á þeim, töff og smá grófir og ég sé þá fyrir mér við fullt af mismunandi outfitum. Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvað þeir voru á sanngjörnu verði.

Skór: Adidas Originals Yung-1 Cloud White / Húrra Reykjavík
Buxur: Cheap Monday / Galleri 17
Skyrta: Zara

Ég þori ekki öðru en að láta þetta leiðinlega input fylgja – þetta er ekki auglýsing þar sem ég greiddi fyrir vöruna. Persónulegt líkt og bloggið mitt í heild sinni endurspeglar sig.

Þar til næst,
xxx Fanney

ÍTALÍA PART 2 - FLORENCE & MILAN

Skrifa Innlegg