ÍTALÍA PART 2 – FLORENCE & MILAN

Jæja, þá er komið að því að sýna og segja frá seinnipart Ítalíu ferðarinnar stórkostlegu. Líkt og ég sagði ykkur frá í seinustu færslu þá eyddum við deginum eftir brúðkaupið í Flórens og gerðum gott úr þeim degi eftir partý ársins kvöldið áður. Daginn eftir það checkuðum við okkur út af hótelinu og héldum af stað á næsta áfangastað sem var hinum megin við Flórens. Þar höfðum við, fjögur pör, leigt okkur saman hús í nokkra daga. Sú upplifun var ekki síðri. Meiriháttar hús, garður, útsýni yfir fallegu Flórensborg og síðast en ekki síst gjörsamlega geggjaður félagsskapur. Þessa daga gerðum við ýmislegt, fórum í vínsmökkun, röltum um Flórens og gerðum vægast sagt vel við okkur í mat og drykk í ÖLL mál! Wine and dine á Ítalíu hljómar bara einfaldlega of vel.

  Allir nývaknaðir og ferskir og komnir með mimosu við hönd. Allt eins og það á að vera!  Heilsan var eðlilega í fyrirrúmi þar sem aðal áhersla var lögð á vatnsleikfimi í umsjá Heiðu Bjarkar. ;)Fallega kirkjan í Florence. 
Samfestingur: Urban Outfitters
Hattur: Urban Outfitters
Skór: ASOS
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Dásamleg kvöldstund í Florence. Einstaklega falleg og rómantísk borg sem ég mæli eindregið með að heimsækja. Það var hægt að rölta endalaust um miðbæinn og aldrei fá leið!

Skyrta: ZARA
Stuttbuxur: Spúútnik
Skór: ZARA
Eyrnalokkar: ZARA
Sólgleraugu: ZARA
Klútur: Hildur Yeoman / Yeoman
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Við fórum í vínsmökkun þetta hádegið á veitingastað í miðbæ Flórens. Ekki beint hefðbundin vínsmökkun en vínsmökkun var það þó. Svo röltum við í kjölfarið um miðbæ Florence. Eftir því sem ég labbaði oftar um borgina, því mun meira kunni ég að meta hana.

 Rómantíkin alls ráðandi <3 

Seinasta daginn okkar Teits eyddum við saman tvö í Mílanó. Þangað höfðum við hvorug komið áður og eyddum við deginum í miðborginni. Löbbuðum alls staðar í kringum kirkjuna fögru, stoppuðum í hinum og þessum búðum, keyptum kíló af parmesan osti til að taka með heim ásamt svo mikilvægum Aperol Spritz stoppum hér og þar um borgina. Steikjandi sól og hiti þennan fallega dag í tískuborginni!

Dragt: Moss Reykjavík / Galleri 17
Bolur: WoodWood / Geysir
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík
Sólgleraugu: Dior

Ég mun lengi lifa á þessari dásamlega mögnuðu ferð. Ég get hreinlega ekki lýst hamingjunni sem átti sér stað hvern einasta dag á Ítalíu. Takk fyrir okkur Lísa og Frikki, takk fyrir bestu ferð í heimi elsku Teitur ástin mín og okkar mögnuðu vinir og takk fyrir okkur Ítalía! Ég ætla að nefna það aftur ég að hef highlight-að nánast allt sem ég setti í Instagram story í þessari ferð á Instagraminu mínu: fanneyingvars – fyrir áhugasama (þá mig sérstaklega), er það ennþá aðgengilegt.

Þangað til næst,

xxxx Fanney

 

 

BRÚÐKAUP Á ÍTALÍU - PART 1

Skrifa Innlegg