BRÚÐKAUP Á ÍTALÍU – PART 1

Ég er enn að ná mér almennilega niður á jörðina eftir skemmtilegustu viku í heimi á Ítalíu, (já ég ætla ekkert að skafa af því!). Við komum heim í vikunni en aðal ástæða ferðarinnar var brúðkaup hjá dásamlegum vinum, þeim Lísu og Friðriki Dór. Ferðasagan var nokkurn veginn svohljóðandi; við flugum til Mílanó og gistum þar í eina nótt. Leigðum bíl eldsnemma morguninn eftir og keyrðum þaðan til Flórens. Þar check-uðum við okkur inn á hótel þar sem aðrir brúðkaupsgestir dvöldu, rétt utan við Flórens. Þar myndaðist líkt og gefur að skilja meiriháttar stemning og var þar stöðugt partý frá morgni til kvölds. Eftir hádegi fyrsta daginn sóttu rútur brúðkaupsgesti á hótelið og fóru með okkur í rehearsal dinner þar sem við hittum brúðhjónin verðandi á vægast sagt glæsilegri villu með guðdómlegt útsýni yfir Flórens. Þar áttum við öll saman dásamlega stund og þvílík fegurð all staðar í kring svo langt sem augað eygði. Eftir á var poppað kampavín á sundlaugarbakkanum og svo matur um kvöldið í meiriháttar félagsskap. Daginn eftir var stóri dagurinn en hann byrjaði á sundlaugarbakkanum þar til maður neyddist til að fara inn og græja sig fyrir brúðkaup aldarinnar eftir hádegið. Ég ætla bara að leyfa mér að segja ‘brúðkaup aldarinnar’ því ég held að það hafi sjaldan átt jafn vel við. Rútur ferjuðu okkur á áfangastað sem var villa úti í sveit þar sem athöfnin og veisla fóru fram. Ég held ég tali fyrir sjálfa mig og alla aðra brúðkaupsgesti þegar ég segi að önnur eins fegurð hefur aldrei sést. Ég fékk ólýsanlega mörg viðbrögð frá fylgjendum mínum á Instagram þar sem fólk minntist á að “þetta væri eins og að horfa á bíómynd, slík væri fegurðin”. Það var bara nákvæmlega svoleiðis og lítið öðruvísi hægt að lýsa þessum degi en fullkomnum frá upphafi til enda! Þessi athöfn (þar sem undirrituð grét frá upphafi til enda), veisla, staðsetning, fólkið og síðast en ekki síst brúðhjónin! Elsku Lísa og Frikki, enn og aftur til hamingju með ykkur og takk fyrir partý ársins. Þið voruð svo glæsileg!! Hér eftir þorir enginn í vinahópnum að gifta sig má með sanni segja. ;)

KEF -> MILAN.

 Rehearsal dinner með þetta stórkostlega útsýni yfir Flórens í bakgrunn. Ég klæddist:
Toppur: Urban Outfitters
Buxur: Miss Guided
Taska: LoomRack 
Skór: GS Skór

Þessi hópur <3
Fallega Lísa, verðandi brúður.Minn eini sanni. <3

Stemningin á sundlaugarbakkanum, svona nær oftast!

Brúðkaupsdagurinn. Ég klæddist:
Kjóll: Style Mafia / Yeoman
Skór: GS Skór
Taska: LoomRack


Fullkominn dagur í alla staði. <3

Daginn eftir brúðkaupið fórum við til Flórens. Við reyndum að gera okkur glaðan dag í þynnkunni, sem gekk vonum framar!

Kjóll: Vero Moda / ASOS
Skór: ZARA
Sólgleraugu: Dior

Annar fullkominn dagur í paradís!
Eins og þið eflaust tókuð eftir skrifaði ég PART 1 efst í færslunni. Restin af þessari dásamlegu Ítalíuferð kemur inn von bráðar!

Fyrir áhugasama hef ég “highlight-að” nánast allt sem ég setti í Instagram Story á Instagraminu mínu: @fanneyingvars svo þið getið enn kíkt á það sem fór fram þessa meiriháttar viku á Ítalíu.

Góða helgi öll sömul,

Þangað til næst,
xx Fanney

HEIMILIÐ OKKAR -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnarsdóttir

    8. September 2018

    Ég fylgdist svo spennt með þessu drauma brúðkaupi. Fallegri brúðhjón (og brúðkaup) hef ég ekki séð!

    Myndir eru minningar .. ég hef alltaf sagt það <3
    Pældu í því hvað verður gaman fyrir þig að eiga þennan bloggpóst einn daginn – allar þessar myndir á eina og sama staðnum. Takk fyrir að deila þeim með okkur.