fbpx

SÍÐUSTU DAGAR

ÁRAMÓTBRÚÐKAUPHEIMILIÐHELGINJÓLINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Hin klassíska “síðustu dagar” færsla í boði fröken Fanneyjar. Ég átti að vísu hálf erfitt með að hafa þessa fyrirsögn í þetta skiptið þar sem færslan er aðalega að sýna frá atburðum sem gerðust á síðasta ári! “Í fyrra”, haha. Þetta er alltaf jafn skrítið svona stuttu eftir áramót að venjast því að segja “í fyrra”.. eitthvað sem að gerðist jafnvel fyrir nokkrum dögum! Allavega þá er langt liðið á janúar sem er alveg jafn skrítið! Tíminn flýgur og ég hef aldrei verið jafn meðvituð um það og nú. Mér finnst það eiginlega hálf óhugnalegt hvað tíminn líður hratt! En hvað um það…

Mig langaði að sýna frá því í máli og myndum sem staðið hefur upp úr hjá mér síðastliðna tvo mánuðina. Dress, heimilið, dóttir mín, jól og áramót og fleira, allt í bland.   Við fórum í stórkostlegt brúðkaup til okkar bestu vina, Eddu og Jóns Hauks þann 16. nóvember. Alltaf jafn dásamlegt að fagna ástinni með sínu nánasta fólki. Þvílíkt partý! <3
Kjóllinn minn er frá Samsoe Samsoe úr Galleri 17.
 Þessar síðustu þrjár myndir tók hin flinka Hildur Erla. Takk elsku brúðhjón enn og aftur fyrir gjörsamlega geggjaða skemmtun. <3    Jólahlaðborð með mínum manni.
Kjóll og skór: Zara
Skart: my letra  Við létum okkur ekki vanta í útgáfupartý hjá snillingunum Frikka og Indíönu. Þvílíkir rithöfundar!   Einn fallegur dagur úti á sleða í desember. 
Blazer: Herradeild Zöru
Buxur: gamlar frá 5units / Galleri 17
Skór: Zara
Bolur: gamall frá Samsoe / herradeild Galleri 17
Belti: Galleri 17    Afar lánsöm með mitt lið <3  Gullmolinn minn. Desember stroll   Aðfangadagur <3  Jóladagur með minni konu <3   Rauðar varir við svartan topp frá Blance sem ég keypti í Húrra Reykjavík fyrir jólin. Ég klæddist þessu kombói þegar við fórum með vinahópnum mínum ásamt mökum út að borða á Fjallkonuna 30. des. Dásamlegur matur og enn betri félagsskapur.    Fjölskyldan mætt í áramótapartý <3 myndatökur gengu misvel haha.
Bolur og kjóll: Galleri 17
Skór: Zara   Mæðgur <3 Söknuðum dönsku, stóru systur minnar. <3  “Thank god for 66 North”. Ég hef búið í þessari úlpu það sem af er ári enda hefur veðrið verið lítið spennandi því miður.   Eins mikið og ég elska að skreyta allt með greni um jólin, elska ég jafn mikið að skipta því út eftir jólin. Ég er algjört jólabarn og elska að skreyta og undirbúa jólin – en mér þótti það afar notalegt að taka niður jólin og koma heimilinu í sitt gamla far.   Elsku litla dásemdin mín í sparikjól frá ömmu sinni, úr Petit Síður fake fur keyptur á janúar útsölunni í Zöru – afar ánægð með þessi kaup!   Veðurguðirnir splæstu í einn dásemdardag hérna á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn síðasta. Hann var vel nýttur í útiveru með fólkinu mínu. 
Þessi dúllumynd fær að slá botninn í þessa löngu færslu. <3

Jæja – ég ætla hér með að tileinka mér það að blogga oftar, og styttra hverju sinni! Sjáumst því aftur hér afar fljótt. Hafið það gott þangað til kæru vinir

PS. ÁFRAM ÍSLAND!

Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars

DRESS

Skrifa Innlegg