fbpx

DRESS

HEIMILIÐHELGINMY LETRANEW INOUTFITSAMSTARF

Ég birti mynd á föstudagskvöldið á Instagram og mér bárust fyrirspurnir úr öllum áttum í kjölfarið. Mér fannst því tilvalið að skella í eina lauflétta og klassíska dress-færslu! Tilefnið var árleg þrettándagleði með frábæra vinkonuhópnum mínum og mökum.  Toppur: ZARA
Buxur: ZARA
Skór: ZARA
Skart: my letra 

Mér finnst eiginlega hálf hlægilegt að vera óvart klædd í flíkur úr Zöru frá toppi til táar. Toppinn keypti ég í USA síðastliðið haust/vetur – en rakst á hann hangandi á slá í Zöru í Smáralind í síðustu viku(!), þar sem ég keypti mér einmitt þessar buxur á útsölu á 2.400 krónur. Ég elska sniðið á þeim og rennilása detail-in neðst á skálmunum. Ég hef varla farið úr þeim. Skórnir eru sem fyrr segir, einnig úr Zöru en þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þið ykkar sem fylgið mér á Instagram hafið oft séð þá bregða þar fyrir undanfarna mánuði og mörg verið forvitin að vita hvaðan þeir eru.

Þó að fyrirspurnirnar hafi lang flestar verið dress-tengdar þá svaraði ég líka þó nokkrum heimilistengdum spurningum sem mig langar einnig að svara hér. Gólfmottan fyrir aftan mig er bambus silki motta frá versluninni Seimei í Síðumúla. Hún er algjörlega í uppáhaldi hjá mér og setur punktinn yfir i-ið í stofunni að mínu mati. Allar gardínurnar okkar í íbúðinni eru svo frá Álnabæ og við erum með Voal í off white. Þær gera allt fyrir íbúðina – ég gæti ekki verið ánægðari með hvoru tveggja.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

FYRSTU JÓLIN HEIMA

Skrifa Innlegg