fbpx

SÍÐUSTU DAGAR

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Síðustu dagar, vikur og jafnvel mánuðir. Tíminn líður svo hratt og allt í einu á ég uppsafnaðan myndabanka frá því sem ég hef verið að gera undanfarið. Ég ákvað að deila nokkrum af því með ykkur hér, allt í bland og ekki beint mikið skipulag né ákveðið þema sem ég er að vinna með, haha. Einfaldlega myndir úr daglega lífinu undanfarið. Ég hef verið að vinna að stóru verkefni núna í marga mánuði – ég mun segja ykkur frá því eftir nokkra daga – fyrst hér á Trendnet að sjálfsögðu. Ég er að pissa í mig úr spenningi, svo einfalt er það!

 Stórskemmtilegt fertugsafmæli.   Mamma og Kolbrún Anna á konudaginn <3

_________________________________________________________

 

Ég er enn að komast yfir það hvað við búum í fallegu umhverfi. Engin þörf fyrir filter fyrir slíka fegurð!

Mamma og Kolbrún Anna á Fabrikkunni á Konukvöldi Kringlunnar.  Einn aðeins of góður dagur með liðinu mínu. Guð hvað allt verður einhvernveginn betra þegar sólin skín!

Ekkert sem toppar knús af þessu tagi! 

 Ég get ekki lýst því hversu góð tilfinningin er að vera byrjuð að æfa aftur. Ég hef því miður alls ekki náð að koma því í rútínu hjá mér að æfa síðan áður en ég varð ólétt. Mig hefur alveg vantað drifkraftinn og orkuna í það. Ég er líka ein af þeim sem finnst glatað að vera “léleg” í einhverju þegar ég veit að ég á að geta miklu betur og þessi byrjunarreitur eftir meðgöngu var því erfitt fyrir mig að takast á við. Þetta er bara spurning um nokkrar æfingar og svo ertu komin af stað. Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum fjölbreyttum tímum að halda til að koma mér af stað og þá allra helst í góðum felagsskap. Ég skráði mig í Absolute Training í World Class hjá Aðalheiði Ýr, ásamt tveimur af mínum bestu vinkonum. Svo gaman!!

Jæja, þá er þessi myndafærsla búin í bili. Fylgist með hér á Trendnet næstu daga <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

HELGIN

Skrifa Innlegg