Helgin var stórskemmtileg! Á fimmtudagskvöldið útskrifaðist ég sem förðunarfræðingur líkt og ég kom inn á í færslunni hér á undan. Á föstudagskvöldið fórum við þrjár vinkonur ásamt mökum út að borða á Sushi Social og enduðum á Mið-Ísland. Fullkomin uppskrift af kvöldi í frábærum félagsskap. Laugardagurinn fór í allsherjar tiltekt hér heima og notalegheit með fjölskyldunni. Gærdagurinn fór svo í barnaafmæli hjá góðum vinum og kvöldmat hjá tengdó. Afar hugguleg helgi!
Meiriháttar föstudagur!
Grillaðir hamborgarar er alltaf góð hugmynd á laugardagskvöldi.
Jakki: Galleri 17 (gamall)
Buxur: H&M
Skór: Dr. Martens Jadon / GS skór
Bolur: WoodWood / Húrra Reykjavík
Krúttan mín á leið í afmæli til vinkonu sinnar!
Fam <3
Afar ljúf held að baki. Mánudagurinn tekur á móti okkur með grenjandi rigningu! Hafið það gott!
Þangað til næst,
Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg