Nokkrar random myndir frá síðustu dögum og vikum. Það sem staðið hefur upp úr er að þann 7. janúar hóf ég nám í einum fallegasta förðunarskóla landsins, Make-Up Studio Hörpu Kára. Ákvörðunin var tekin í nokkuð mikilli hvatvísi og sé ég alls ekki eftir henni. Ég hlakka til að segja ykkur betur frá en vika þrjú hófst í dag og þetta lofar einstaklega góðu. Ég er ótrúlega lukkuleg með þetta allt saman og sannarlega spennt fyrir framhaldinu og að ljúka náminu vonandi sem förðunarfræðingur í byrjun mars.
Litla mömmumúsin mín fín á leið á leikskólann. <3
Buxur: Urban Outfitters
Bolur: Galleri 17
Skór: ZARA
Á föstudaginn fórum við Teitur út að borða á Tapas barinn, ekki í fyrsta og sannarlega ekki síðasta sinn sem við förum þangað. Ég las það gaumgæfulega í dagbókinni minni að bóndadagurinn var þar skráður þann 18. jan og ætlaði undirrituð sannarlega að slá í gegn og pantaði borð fyrir sinn mann í tilefni dagsins. Síðdegis þann 18. jan fattaði ég svo að sjálfsögðu að það var alls ekki bóndadagur heldur hafði hann verið skráður viku of snemma í skóladagatöl og dagbækur. Ég átti því pínulítið lúðamóment þennan seinnipart en við ákváðum bara í staðinn að fagna bóndadeginum viku of snemma þetta árið. ;) Ég fékk í samstarfi við Tapasbarinn að bjóða Teiti í dýrindis mat og Sangriu veislu en við smökkuðum fjöldan allan af mismunandi sangríum sem var einstaklega skemmtileg upplifun. Fyrir áhugasama er 50% afsláttur af öllum Sangria könnum eftir kl. 23 á föstudögum og laugardögum á Tapasbarnum. Ég gæti ekki mælt meira með.
Alsæll bóndi (alls ekki) á bóndadaginn á okkar uppáhalds stað.
Litla fashionistan mín á laugardeginum þegar við vorum á leið í barnaafmæli til Rúriks Fannars vinar okkar.
Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá mér. <3
Sunnudagurinn byrjaði eins og allar aðrar helgar hjá okkur fjölskyldunni. Uppáhaldið hennar Kolbrúnar Önnu. Svona leit seinni parturinn svo út, úti að leika í snjónum og svo fengum við ömmu og afa og foreldra mína í kaffi og köku. Afar ljúf helgi!
Færsla um eldhúsið er svo loksins væntanleg von bráðar!
Þangað til næst,
xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg