Helgin var dásamleg! Við vinkonur og makar höfum komið upp með þá skemmtilegu hefð að halda saman partý á þrettándanum. Það gekk því miður hálf brösulega að koma öllum mannskapnum saman þetta árið og ákváðum við því að hafa gleðina aðeins öðruvísi í þetta skiptið. Fyrir það fyrsta var hún haldin viku of seint haha. Við fórum semsagt saman út að borða og hélt svo gleðin áfram fram eftir nóttu í meiriháttar félagsskap, söng og almennri snilld.
Blazer: ZARA / Keyptur nýlega á útsölu
Skyrta: ZARA / Keypt í USA seinasta sumar
Buxur: H&M / Gamlar
Skór: Billibi / GS Skór / Gamlir
________________________________________________________________________
Sunnudagurinn var svo eiginlega hin fullkomna uppskrift af sunnudegi. Við fengum góða vini fyrir hádegi til okkar í kaffi og kökur. Eftir lúrinn hjá litlu dömunni fengum við fjölskyldan okkur göngutúr um nýja fallega hverfið okkar. Flestir íbúar á höfuðborgasvæðinu voru eflaust varir við einstaklega fallegt veður þennan dag og nutum við þess og útsýnisins í botn. Mikil fegurð sem blasti við okkur hvert sem við litum. Við erum svo sannarlega ánægð með nýja “heima”.
Kápa: 2nd Day / GK Reykjavík
Buxur: 5units / Galleri 17
Peysa: H&M x Erdem / H&M
Skór: Adidas Yung 1 / Húrra Reykjavík
Þangað til næst,
xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg