THE PERFECT “MOM JEANS”

OUTFITSAMSTARF
Buxurnar í þessari færslu fékk ég að gjöf frá Galleri 17. 

Mig hefur lengi langað að segja ykkur frá hinu fullkomna “mom jeans” sniði (að mínu mati). Þegar ég þarf að klæða mig í flýti og er ekki búin að ákveða dress dagsins er mitt “go to” dress oftast uppháar gallabuxur með annað hvort bol eða skyrtu girta ofan í, svo annað hvort leðurjakki eða kápa yfir. – Snið á buxum er allt! Það er bara svoleiðis. Sama hversu flottur þvotturinn er, liturinn, efnið og/eða annað skiptir það nánast engu máli ef að sniðið er ekki rétt. Það er auðvitað ótrúlega misjafnt hvaða snið hentar hverjum og einum og gera sniðin mismikið fyrir okkur öll. Mom Jeans lúkkið hefur verið afar áberandi undanfarið og hefur það alltaf náð vel til mín, helst því meira vintage, því betra. Ég hef t.d. átt einar tilteknar sem ég keypti mér í American Apparel í New York árið 2012 og hef notað þær óheyrilega mikið síðan þá, í 6(!) ár. Ég hef fengið fjöldan allan af fyrirspurnum um þær en þær eru löngu hættar í sölu. Ég hef lengi reynt að finna sambærilegar með litlum árangri en hið fullkomna “mom jeans” snið er nefnilega vandfundið.

Ég rakst fyrir nokkrum mánuðum á rauðar gallabuxur í Galleri 17 frá Cheap Monday merkinu sem við þekkjum nú flest. Ég sá strax að mér þætti sniðið flott og langaði að máta þær. Viti menn, sniðið var mega flott og hentaði mér mjög vel! Mér þótti það synd á þeim tíma að þær væru aðeins til í rauðum lit en afgreiðslustúlkurnar sögðu mér að von væri á fleiri þvottum/litum í þessu sniði. Þetta tiltekna snið heitir Donna og er frá Cheap Monday eins og ég nefndi hér að ofan. Ég fékk mér þær í rauðu þennan daginn en sá svo fyrir ekki svo löngu að tveir nýir litir af Donna sniðinu væru komnir í Galleri 17,  annar dökkblár og hinn ljósblár. Ég hefði vel getað hugsað mér að eignast báða liti en sá dökki heillaði mig meira! Ég er ofsalega ánægð með nýju viðbótina í gallabuxna-safnið og þetta er snið sem ég get 100% sagt að ég mæli með því buxur af þessu tagi eru að mínu mati must have í fataskápinn.

Donna sniðið í rauðum lit.

  Nokkrum mánuðum síðar í sama mátunarklefa. ;)

Buxur: Cheap Monday / Galleri 17

Ég ætlaði mér nú að vera búin að taka betri myndir en þessar ómerkilegu spegla/mátunarklefa myndir duga í bili. Þetta er allavega ekki í síðasta skipti sem þið sjáið mig klæðast þessum buxum!

xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg