fbpx

LÍFIÐ

LÍFIÐNEW INOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

Hæ frá New York! Ég lenti hér í gær og nýtti mér stoppið í kærkominn svefn og hvíld. Ég var komin snemma upp í rúm í gærkvöldi og hér sit ég enn. Eina plan dagsins er að fá sér göngutúr um þessa uppáhalds borg.. meira var það ekki í bili –

Tökum lífinu ekki of alvarlega og njótum þess að vera til“.

 Ég átti dásamlegt helgarfrí – loksins heima yfir helgi og það var því afar kærkomið. Ekki mikið svosem sem var frásögufærandi frá helginni nema auðvitað það að við skelltum okkur á vægast sagt stórkostlega tónleika hjá Frikka Dór í Krikanum á laugardaginn – önnur eins veisla beið svo að tónleikum loknum en gestgjafinn varð þrítugur. Meiriháttar kvöld! Ég tók engar myndir af kvöldinu sjálfu því miður, svo upptekin var ég að njóta þess og hafa gaman. Á sunnudeginum skemmti ég mér hinsvegar konunglega yfir “einkatónleikunum” hjá sjálfri mér sem ég hafði birt í Story – mér þykir líklegt að fleiri hafi haft gaman af því. ;)

Bolur: Envii / Galleri 17
Buxur: 2nd One / Galleri 17 (gamlar)
Skór: Billibi / GS Skór (gamlir)

 Kletturinn í mínu lífi – skemmir ekki fyrir hvað hann er sætur og skemmtilegur líka.

Gærdagurinn var svo frekar þéttur en ég byrjaði daginn snemma og þurfti að mæta á nokkra staði. Þar á meðal kíkti ég í heimsókn í Snúruna eins og þeir sem fylgja mér á Instagram tóku eflaust eftir. Ég náði svo hádegislunch með mínum manni á Apótekinu áður en ég flaug svo til New York eftir hádegi.

Ég fékk loksins tækifæri til að nota nýju kápuna mína sem ég hef horft á og dreymt um að eignast í margar vikur! Haustið er klárlega tími yfirhafna en úrvalið af yfirhöfnum er alltaf lang best á haustin að mínu mati, árstími sem er því í miklu uppáhaldi hjá yfirhafnasjúklingnum. Falleg, þykk kápa og svartir ökklaskór er “must have” í fataskápinn að mínu mati fyrir þennan árstíma, áður en að dúnúlpan tekur alfarið við! Kápuna fékk ég ekki að gjöf en á góðum díl ef svo má að orði komast.

Kápa: 2nd Day / GK Reykjavík
Bolur: Blanche / Húrra Reykjavík
Buxur: Dr. Denim
Hattur: Galleri 17
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík
Skór: Fruit / GS Skór

 Fallegi nýi vasinn minn frá BYON sem ég fékk að gjöf frá Snúrunni í gær.

Jæja nú er kominn tími til að loka tölvunni og njóta dagsins í New York! Eigið dásamlega viku öll sömul,

xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

MÉR BARST BRÉF

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    14. October 2018

    ÞARF þessa 2nd Day kápu! x Fallegar myndir!