PÁSKAR Á TENERIFE

Ég eyddi páskunum með fjölskyldunni minni og dásamlegu tengdafjölskyldunni minni á Tenerife. Fríið hefði ekki getað verið betra. Ég var að koma í annað skiptið á stuttum tíma til Tenerife en við fórum þangað seinast þegar ég var ólétt af Kolbrúnu Önnu. Tenerife er hinn fullkomni staður að mínu mati. Hreinn, fallegur, fullkomið hitastig, fjölskylduvænn og allt þar á milli. Svo virðist sem að fleiri Íslendingar séu á sama máli þar sem við vorum mikið vör við samlanda okkar á eyjunni. Við vorum á fallegu og afar notalegu hóteli á Costa Adeje í þetta skiptið. Við vorum á amerísku ströndinni seinast svo það var ótrúlega gaman að prófa nýtt svæði. Þetta frí var vægast sagt meiriháttar. Áhyggjulaust og notalegt! Mikið af góðum mat, drykkjum, sól og sælu og síðast en ekki síst félagsskap!

Þetta frí var aðeins öðruvísi að því leitinu til að ég var lítið sem ekki neitt á samfélagsmiðlum. Það var alls ekki planið en einhvernveginn þróaðist fríið algjörlega þannig. Það eina sem ég gerði var að skjótast örstutt inn á Instagram í einungis þeim tilgangi að deila myndum og meira var það ekki. Eftir á fann ég hvað ég hafði ekki misst af neinu og fyrir vikið naut ég frísins mun betur. Það er alls ekki í neinum plönum hjá mér að hætta á samfélagsmiðlum en ég held að allir hafi gott af smá fríi frá þeim inn á milli. Við tókum fjöldan allan af myndum og ég ætla að deila með ykkur “nokkrum” hér í smá seríu.

Ég vona innilega að ykkar páskar hafi verið notalegir og gleðilegir.

Þar til næst,

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

DRESS

Skrifa Innlegg