OUTFIT

Ég átti stórskemmtilegt gærkvöld! Það var nóg um að vera og spennandi event í gangi úti um allan bæ. Ég náði þó bara að mæta í tvö og voru þau bæði mjög skemmtileg. Sigríður vinkona mín, ásamt fríðu föruneyti var að opna vefverslunina Allora.is og hélt hún glæsilegt opnunarteiti í Litlu Hönnunarbúðinni í Hafnarfirði. Eftir stopp þar brunaði ég upp í Ögurhvarf og mætti í virkilega flott Marc Inbane launch partý í heildversluninni Bpro. Ég segi ykkur betur frá því síðar – ég setti mynd af mér á Instagram frá gærkvöldinu og fékk margar fyrirspurnir út í dressið og ákvað því að skella í fljótlega dress-færslu!

Ég fékk fjölmargar fyrirspurnir varðandi dragtina en hana keypti ég í H&M þegar ég var ólétt. Ég notaði hana síðast þegar ég var gengin 34 vikur á RFF svo það var gaman að draga hana fram á ný og í þetta skiptið ekki með bumbuna út í loftið. Einnig fæ ég alltaf reglulega spurningar út í leðurjakkann minn. Ég held að hann sé mín besta eign en ég fer varla úr honum. Kærastinn minn gaf mér hann í afmælisgjöf eftir að mig hafði lengi dreymt um að eignast hann. Fullkominn og passar við allt – úr Húrra Reykjavík. Þið hafið einnig margar tekið eftir skónum en ég held ég hafi dásamað þá við lang flesta sem hafa spurt mig út í þá. Þeir eru fullkomnir að mínu mati og ég keypti þá í Zöru síðastliðið haust.

Leðurjakki: Mads Norgaard / Húrra Reykjavík
Dragt: H&M
Skór: Zara

Ég segi ykkur betur frá gærkvöldinu fljótlega. Það er föstudagur í dag og það er alltaf dásamleg tilfinning. Dóttir mín er búin að vera lasin alla vikuna en var loksins öll önnur í gærkvöldi svo móðirin gat skroppið út fyrir húsins dyr. Góða helgi öll sömul xx

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

PÁSKAR Á TENERIFE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  14. April 2018

  Ég á eins .. þarf að draga mína fram lika var buin að gleyma hvað hún er góð :)

  • Fanney Ingvars

   16. April 2018

   Já nákvæmlega! Ég var búin að gleyma henni – virkilega gaman að draga hana fram aftur, hún er mega góð!