NEW YORK

Ég og mínar dásamlegu vinkonur tókum afar hvatvísa og skemmtilega ákvörðun þegar við hittumst allar í New York um síðustu helgi með “korters” fyrirvara. Þessi helgarferð var fullkomin í alla staði! Við fórum á Sam Smith í Madison Square Garden sem var vægast sagt ólýsanlegt. Ég held að allir sem hafi séð Sam Smith á þessum tónleikatúr viti hvað ég eigi við. Hann er stórkostlegur! Þess fyrir utan áttum við dásamlega New York ferð. Við m.a. hjóluðum um bestu Brooklyn, borðuðum á góðum veitingastöðum, lágum í Central Park og kíktum á rooftop bari sem er alltaf skemmtileg upplifun í svona stórborgum að mínu mati. Í þokkabót fengum við drauma veður, en það var ekki ský á himni alla ferðina og hitinn í kringum 33 gráður. Afar kærkomið þar sem maður fær víst að dúsa í rigningunni þetta sumarið á Íslandi.

Þetta er mögulega besta myndin sem sýnir dressið þetta kvöldið nokkurn veginn. Ég var í skyrtu úr ZARA og leðurstuttbuxurnar eru gamlar vintage úr Spúútnik.

Who did it better?
Samfella: H&M
Pils: Urban Outfitters
Skór: Nike Air Force 1 Upstep / Kox Kringlunni
Sokkar: Nike
Sólgleraugu: RayBan

Vinkonuferð til New York er aldrei slæm hugmynd! Dásamleg ferð í alla staði og enn betri félagsskapur! Ég er ein heppin kona.

Þangað til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

 

NEW IN FROM SIGN

Skrifa Innlegg