NEW IN FROM SIGN

Ég hóf nýlega samstarf með skartgripafyrirtækinu Sign, en Sign var stofnað árið 2004 af gullsmiðnum Inga (Sigurði Inga Bjarnasyni). Ég hef lengi verið aðdáandi Sign en Inga kynntist ég fyrst árið 2010, þegar hann lánaði mér skart fyrir Miss World í Kína árið 2010 þar sem merkið vakti heldur betur athygli. Á bakvið Sign er afar falleg skartgripahönnun en fyrirtækið er í dag eitt helsta kennileiti í íslenskri hönnun og smíði skartgripa. Þeir eru líka afar vinsælir fyrir það að helsta skáldagyðja Sign, íslenska náttúran, leggur þeim línurnar í framsækinni starfsemi Sign. Skartgripirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það má með sanni segja að þar sé eitthvað fyrir alla. Ég er afar spennt fyrir þessu samstarfi og hlakka til að sýna ykkur meira. Verkstæði Sign er staðsett við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Það er alltaf ofsalega notalegt að heimsækja þau þangað en þar tekur á móti manni afar heimilislegt andrúmsloft og dásamleg þjónusta!

Helgi minn Ómarsson bloggari hér á Trendnet tók þessar myndir af mér með þetta dásamlega fallega skart. Við vildum hafa myndirnar náttúrulegar og ég er mjög ánægð með útkomuna. Helgi er náttúrulega snillingur í faginu.
Skartið sem ég er með á efri myndinni er t.d. skart sem ég nota daglega. Eyrnalokkarnir og hringarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér!

Hlakka til að sýna ykkur meira og fleiri myndir!

Þar til næst,
xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

BÓKAHIRSLA / SKÓHIRSLA

Skrifa Innlegg